ÍR-ingar hafa fengið tvo sterka leikmenn inn í hópinn fyrir komandi tímabil en félagið staðfesti komu þeirra Önu Bral og Gná Elíasdóttur.
Ana kemur til félagsins frá Haukum þar sem hún hefur spilað síðustu tvö tímabil.
Hún fór upp með liðinu í Lengjudeildina á síðustu leiktíð en ætlar að taka slaginn áfram í 2. deild með ÍR-ingum sem féllu á síðasta tímabili.
Ana, sem er 28 ára gömul, spilar stöðu miðjumanns og lék áður með Fram og Sindra.
Gná kemur á meðan frá Njarðvík en hún hefur áður leikið með Aftureldingu, Keflavík og Þrótti/Víði.
Hún er 27 ára gömul og spilaði síðasta árið 2019 með 2. flokki Keflavíkur.
Árið 2015 vakti hún mikla athygli er hún kom inn á í leik með Aftureldingu gegn Þór/KA, en eldri systir hennar, Mist, hafði fengið að líta tvö gul á tíu sekúndum og var því rekin af velli. Gná kom í markið í stað hennar í fyrsta og eina leik hennar í efstu deild.
Athugasemdir