Leifur Andri Leifsson tilkynnti í byrjun vikunnar að hann væri búinn að leggja skóna á hilluna. Leifur skrifaði undir samning í janúar svo ákvörðun hans kom nokkuð á óvart.
Leifur er 35 ára miðvörður sem hefur leikið allan sinn feril með HK. Hann er leikjahæsti leikmaður í sögu HK, en hann hefur alla tíð verið hjá félaginu. Því hefur hann fengið viðurnefnið Herra HK.
Hann fór með HK niður úr 1. deildinni árið 2011 og komst svo upp í 1. deildina aftur 2014. HK fór upp í efstu deild 2019, féll 2021, fór upp 2022 og féll svo aftur niður í næst efstu deild síðasta haust.
Leifur fer yfir ákvörðun sína að hætta, stöðuna á HK og ýmislegt annað í viðtalinu.
Leifur er 35 ára miðvörður sem hefur leikið allan sinn feril með HK. Hann er leikjahæsti leikmaður í sögu HK, en hann hefur alla tíð verið hjá félaginu. Því hefur hann fengið viðurnefnið Herra HK.
Hann fór með HK niður úr 1. deildinni árið 2011 og komst svo upp í 1. deildina aftur 2014. HK fór upp í efstu deild 2019, féll 2021, fór upp 2022 og féll svo aftur niður í næst efstu deild síðasta haust.
Leifur fer yfir ákvörðun sína að hætta, stöðuna á HK og ýmislegt annað í viðtalinu.
Hægt er að hlusta á viðtalið í öllum hlaðvarpsveitum og á Spotify.
Athugasemdir