Zubimendi til Real frekar en Arsenal? - Bundesliga leikmenn á blaði Man Utd - Alvarez ekki til sölu
banner
   fös 21. mars 2025 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Brighton fær suður-kóreskan unglingalandsliðsmann (Staðfest)
Mynd: Brighton
Brighton hefur tilkynnt að Yoon Doyoung sé orðinn leikmaður félagsins. Hann kemur frá Daejeon Hana Citizen í heimalandinu, Suður-Kóreu. Kaupverðið er óuppgefið.

Doyoung er 18 ára U20 landsliðsmaður frá Suður-Kóreu sem kemur til Brighton í lok tímabils. Hann skrifar undir fimm ára samning.

Hann er kantmaður og það er líklegt að hann verði lánaður frá félaginu á næsta tímabili.

Doyoung hjálpaði Suður-Kóreu að komast í undanúrslit U20 mótsíns í Asíu fyrr í þessum mánuði.

Athugasemdir
banner
banner
banner