Brighton hefur tilkynnt að Yoon Doyoung sé orðinn leikmaður félagsins. Hann kemur frá Daejeon Hana Citizen í heimalandinu, Suður-Kóreu. Kaupverðið er óuppgefið.
Doyoung er 18 ára U20 landsliðsmaður frá Suður-Kóreu sem kemur til Brighton í lok tímabils. Hann skrifar undir fimm ára samning.
Doyoung er 18 ára U20 landsliðsmaður frá Suður-Kóreu sem kemur til Brighton í lok tímabils. Hann skrifar undir fimm ára samning.
Hann er kantmaður og það er líklegt að hann verði lánaður frá félaginu á næsta tímabili.
Doyoung hjálpaði Suður-Kóreu að komast í undanúrslit U20 mótsíns í Asíu fyrr í þessum mánuði.
Yoon's quick message to you! ???????? pic.twitter.com/ie3Ml00RL3
— Brighton & Hove Albion (@OfficialBHAFC) March 21, 2025
Athugasemdir