Það fóru tveir leikir fram í B-deild Lengjubikars kvenna í kvöld þar sem ÍA og Grótta unnu nauma sigra á útivelli.
ÍA heimsótti HK í Kórinn og var staðan markalaus allt þar til á lokamínútum leiksins, þegar Madison Brooke Schwartzenberger tókst að koma boltanum í netið.
Madison skoraði á 86. mínútu til að tryggja 0-1 sigur fyrir Skagakonur, sem eru með fullt hús stiga á toppi B-deildarinnar.
Grótta er í öðru sæti eftir sigur í nágrannaslag gegn KR. Hart var barist í Vesturbænum en það voru Seltirningar sem höfðu að lokum betur.
Katla Guðmundsdóttir tók forystuna fyrir KR en Ryanne Molenaar tókst að jafna fyrir leikhlé og fékk Rebekka Sif Brynjarsdóttir að spreyta sig í síðari hálfleik.
Rebekka Sif lét heldur betur til sín taka og skoraði tvennu með stuttu millibili til að koma Gróttu í 1-3 forystu.
Katla minnkaði muninn niður í eitt mark en tvenna frá henni dugði ekki KR-ingum. Lokatölur urðu 2-3 eftir hörkuslag.
Grótta er með 9 stig á meðan HK og KR sitja eftir með 6 stig, en HK er með leik til góða.
Til gamans má geta að engum leik hefur hingað til lokið með jafntefli í B-deild Lengjubikars kvenna.
HK 0 - 1 ÍA
0-1 Madison Brooke Schwartzenberger ('86 )
KR 2 - 3 Grótta
1-0 Katla Guðmundsdóttir ('33 )
1-1 Ryanne Molenaar ('42 )
1-2 Rebekka Sif Brynjarsdóttir ('50 )
1-3 Rebekka Sif Brynjarsdóttir ('54 )
2-3 Katla Guðmundsdóttir ('76 )
HK Sóley Lárusdóttir (20') (m), Valgerður Lilja Arnarsdóttir, Natalie Sarah Wilson, Rakel Eva Bjarnadóttir (88'), Elísa Birta Káradóttir, Emilía Lind Atladóttir, Ísabel Rós Ragnarsdóttir (88'), Mónika Hlíf Sigurhjartardóttir, Hanna Björg Einarsdóttir (46'), María Lena Ásgeirsdóttir, Kristjana Ása Þórðardóttir (46') (88')
Varamenn Anja Ísis Brown (88'), Loma McNeese (46'), Ragnhildur Sóley Jónasdóttir (46'), Melkorka Mirra Aradóttir (88'), Sigrún Ísfold Valsdóttir (88'), Hildur Lilja Ágústsdóttir, Guðbjörg Guðmundsdóttir (20') (m)
ÍA Klil Keshwar (m), Anna Þóra Hannesdóttir, Madison Brooke Schwartzenberger, Erla Karitas Jóhannesdóttir (90'), Erna Björt Elíasdóttir, Ísabel Jasmín Almarsdóttir (46'), Sunna Rún Sigurðardóttir (62'), Selma Dögg Þorsteinsdóttir, Hugrún Stefnisdóttir (46'), Elizabeth Bueckers, Vala María Sturludóttir
Varamenn Þórkatla Þyrí Sturludóttir, Lára Ósk Albertsdóttir (62), Nadía Steinunn Elíasdóttir (75), Bríet Sunna Gunnarsdóttir (46), Thelma Björg Rafnkelsdóttir (90), Birgitta Lilja Sigurðardóttir (46), Salka Hrafns Elvarsdóttir (m)
KR Helena Sörensdóttir (m), Emilía Ingvadóttir (59'), Rakel Grétarsdóttir, Þórey Björk Eyþórsdóttir, Anna María Bergþórsdóttir, Katla Guðmundsdóttir, Koldís María Eymundsdóttir (77'), Lina Berrah (59'), Hildur Björg Kristjánsdóttir (65'), Makayla Soll, Sóley María Davíðsdóttir
Varamenn Kara Guðmundsdóttir (59'), Aníta Björg Sölvadóttir, Íris Grétarsdóttir (59'), Ólöf Freyja Þorvaldsdóttir (77'), Eva María Smáradóttir (65'), Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Matthildur Eygló Þórarinsdóttir (m)
Grótta Margrét Rún Stefánsdóttir (m), Lovísa Davíðsdóttir Scheving (85'), Hallgerður Kristjánsdóttir (46'), Telma Sif Búadóttir, Ryanne Molenaar (64'), Katrín Rut Kvaran (74'), Díana Ásta Guðmundsdóttir (46'), Hildur Björk Búadóttir, Þórdís Embla Sveinbjörnsdóttir (85'), María Lovísa Jónasdóttir, Lilja Davíðsdóttir Scheving
Varamenn Margrét Rán Rúnarsdóttir (85), Haylee Rae Spray (46), Maria Baska (74), María Björk Ómarsdóttir, Birta Ósk Sigurjónsdóttir (64), Elín Helga Guðmundsdóttir (85), Rebekka Sif Brynjarsdóttir (46)
Athugasemdir