Það voru nokkur Íslendingalið sem mættu til leiks í dag þar sem AB vann þægilegan sigur á Ishöj er liðin mættust í Kaupmannahöfn.
Ágúst Eðvald Hlynsson og Ægir Jarl Jónasson voru í byrjunarliði AB sem komst í þriggja marka forystu undir lok fyrri hálfleiks. Noah Engell skoraði tvennu og gerði O'Vonte Mullings eitt mark.
AB er í fimmta sæti í þriðju efstu deild danska boltans eftir þennan sigur, með 27 stig eftir 19 umferðir.
NK Istra frá Króatíu sigraði þá slóvenska liðið Primorje 1-0 í æfingaleik, en Logi Hrafn Róbertsson og Danijel Dejan Djuric eru báðir á mála hjá Istra.
Birnir Snær Ingason, Gísli Eyjólfsson og félagar í liði Halmstad lögðu að lokum Kalmar að velli í æfingaleik.
AB 3 - 0 Ishoj
1-0 Noah Engell ('38)
2-0 O'Vonte Mullings ('41)
3-0 Noah Engell ('44, víti)
Istra 1 - 0 Primorje
Kalmar 0 - 1 Halmstad
Athugasemdir