Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir alla vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
   sun 21. apríl 2024 21:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Ari fagnar marki sínu í kvöld.
Ari fagnar marki sínu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er geggjað að vinna stórleik umferðarinnar. Þetta eru alltaf skemmtilegustu leikirnir," sagði Ari Sigurpálsson sem skoraði tvö mörk í 4-1 sigri Víkings gegn erkifjendunum í Breiðabliki í Bestu deildinni í kvöld.

„Það var troðfull stúka og fullt á pöllunum. Maður er í fótbolta út af þessum leikjum."

Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  1 Breiðablik

„Þeir byrja aðeins betur en svo skorum við þessi tvö mörk. Við refsum. Við erum með það mikil gæði og það gott upplegg. Við erum aldrei að panikka. Þetta var kaflaskiptur leikur en það er skiljanlegt þar sem þetta eru tvö bestu liðin."

Ari skoraði tvö flott mörk í dag. „Ég veit hverjir styrkleikar mínir eru þegar ég er kominn á vinstri kantinn. Ég er með mikinn hraða á fyrstu metrunum og get komið mér í skotfæri tiltölulega fljótt. Svo er ég er með eitraða hægri löpp. Ég kann þetta."

Víkingur er með fullt hús stiga á toppnum.

„Sumarið 2022 byrjuðum við illa og erum við búnir að læra af því. Við náum í stigin og erum með sigurvegara í þessu liði."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner