Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
Ásta Eir: Mér er alveg sama hvernig við vinnum leikinn
Nik hreinskilinn: Þetta er ekki nægilega gott fyrir þetta stig
Kristján miður sín: Veit ekki hvort ég sé búinn að segja of mikið
Anna María: Fáránlegur dómur sem skemmir leikinn gjörsamlega
Óli Kristjáns: Væri frekja að vera að biðja um eitthvað meira
Gunnar um þriðja markið: Það drap okkur
Úlfur: Þetta var scrappy leikur
Dragan: Má ekki gleyma að okkur var spáð 12. sæti
Fúsi: Sýnum hverjir eiga Breiðholtið ennþá
Arnar Helgi: Stundum þarf maður bara að vinna þessa iðnaðarsigra
Árni Freyr: Hefði verið sanngjarnt ef hvorugt lið hefði fengið stig
SIgurvin: Mjög sárt að fá þessa tusku í andlitið
Gunnar Heiðar: Við erum stórhættulegir í skyndisóknum
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Rúnar Kristins: Vinnum ekki fleiri leiki ef við spilum svona
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Ekkert helgarfrí í fyrsta sinn á árinu - „Verðum þar í hádeginu stelpur“
Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
   sun 21. apríl 2024 21:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Ari fagnar marki sínu í kvöld.
Ari fagnar marki sínu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er geggjað að vinna stórleik umferðarinnar. Þetta eru alltaf skemmtilegustu leikirnir," sagði Ari Sigurpálsson sem skoraði tvö mörk í 4-1 sigri Víkings gegn erkifjendunum í Breiðabliki í Bestu deildinni í kvöld.

„Það var troðfull stúka og fullt á pöllunum. Maður er í fótbolta út af þessum leikjum."

Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  1 Breiðablik

„Þeir byrja aðeins betur en svo skorum við þessi tvö mörk. Við refsum. Við erum með það mikil gæði og það gott upplegg. Við erum aldrei að panikka. Þetta var kaflaskiptur leikur en það er skiljanlegt þar sem þetta eru tvö bestu liðin."

Ari skoraði tvö flott mörk í dag. „Ég veit hverjir styrkleikar mínir eru þegar ég er kominn á vinstri kantinn. Ég er með mikinn hraða á fyrstu metrunum og get komið mér í skotfæri tiltölulega fljótt. Svo er ég er með eitraða hægri löpp. Ég kann þetta."

Víkingur er með fullt hús stiga á toppnum.

„Sumarið 2022 byrjuðum við illa og erum við búnir að læra af því. Við náum í stigin og erum með sigurvegara í þessu liði."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner