„Það er geggjað að vinna stórleik umferðarinnar. Þetta eru alltaf skemmtilegustu leikirnir," sagði Ari Sigurpálsson sem skoraði tvö mörk í 4-1 sigri Víkings gegn erkifjendunum í Breiðabliki í Bestu deildinni í kvöld.
„Það var troðfull stúka og fullt á pöllunum. Maður er í fótbolta út af þessum leikjum."
„Það var troðfull stúka og fullt á pöllunum. Maður er í fótbolta út af þessum leikjum."
Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 - 1 Breiðablik
„Þeir byrja aðeins betur en svo skorum við þessi tvö mörk. Við refsum. Við erum með það mikil gæði og það gott upplegg. Við erum aldrei að panikka. Þetta var kaflaskiptur leikur en það er skiljanlegt þar sem þetta eru tvö bestu liðin."
Ari skoraði tvö flott mörk í dag. „Ég veit hverjir styrkleikar mínir eru þegar ég er kominn á vinstri kantinn. Ég er með mikinn hraða á fyrstu metrunum og get komið mér í skotfæri tiltölulega fljótt. Svo er ég er með eitraða hægri löpp. Ég kann þetta."
Víkingur er með fullt hús stiga á toppnum.
„Sumarið 2022 byrjuðum við illa og erum við búnir að læra af því. Við náum í stigin og erum með sigurvegara í þessu liði."
Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir