Chiesa mögulegur arftaki Kvaratskhelia - Delap og Zirkzee orðaðir við Juventus
banner
   sun 21. apríl 2024 08:10
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
„Töfrar frá Hilmari Árna“ - Sjáðu sigurmark Stjörnunnar
Valsmenn réðu ekki við Hilmar Árna í teignum.
Valsmenn réðu ekki við Hilmar Árna í teignum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Adolf Daði Birgisson skoraði eina mark leiksins þegar Stjarnan vann Val í fyrsta leik 3. umferðar Bestu deildarinnar. Markið kom rétt fyrir hálfleik en Valur hafði misst mann af velli með rautt spjald.

„Þetta eru bara töfrar frá Hilmari Árna, ógeðslega vel gert," segir Haraldur Árni Hróðmarsson í útvarpsþættinum Fótbolti.net þar sem rætt var um markið sem réði úrslitum. Hilmar gerði gríðarlega vel í aðdragandanum.

„Það er fátt betra ef þú ætlar að bjóða upp á töfra í teignum að fá þrjár 'tíur' til að reyna að verjast þér. Gylfi og Kiddi fóru saman í að reyna að stoppa hann, hann snýr í gegnum þá tvo og þá ætlar þriðja tían, Aron Jó, að koma með tæklingu en var ljósárum frá því að ná til boltans. Þetta var hægt en fallegt hjá Hilmari, snúningurinn trylltur," segir Tómas Þór Þórðarson.

„Þetta var geggjaður snúningur. Hilmar er þannig vaxinn að þú kemst ekkert að boltanum ef hann hleypir þér ekki að honum. Þegar hann tekur þægilegan snúning með hnífana úti þá býður þú upp á víti ef þú ætlar að taka einhverja sénsa. Þetta var mjög huggulegt," bætir Haraldur við.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  0 Valur


Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
Athugasemdir
banner
banner