Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   sun 21. apríl 2024 12:06
Brynjar Ingi Erluson
Trent hefur ekki trú á að Man City misstígi sig - „Eins og að færa þeim titilinn“
Trent Alexander-Arnold
Trent Alexander-Arnold
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Trent Alexander-Arnold, leikmaður Liverpool, hefur ekki mikla trú á því að Manchester City muni hiksta í síðustu sex leikjunum í titilbaráttunni.

Manchester City er í öðru sæti með 73 stig, einu á eftir Arsenal, en þeir bláklæddu eiga leik til góða.

Síðustu ár hafa sýnt okkur að Man City er afar stöðugt á síðasta kafla tímabilsins og býst Trent ekki við því að þeim verði á í síðustu leikjum tímabilsins.

„Arsenal hefur upplifað þetta og við höfum gert það tvisvar eða þrisvar að vera í titilbaráttu við Manchester City þar sem liðið er nánast fullkomið. Þér má ekki verða á eða gera mistök. Ef þú gefur þeim yfirhöndina þá blikka þeir varla augunum. Þeir virðast ekki brothættir, bara eins og vel smurð vél,“ sagði Trent.

„Þetta er það sem þeir gera, það smellur allt saman og enginn að fara stöðva þá. Að gefa þeim forskot þegar sex leikir eru eftir er eins og að færa þeim titilinn. Eina sem við getum gert er að vona að einhver geri okkur greiða og við að bæta markahlutfallið.“

„Við eigum sex leiki eftir og það mun líða hjá mjög hratt. Markmið okkar er að vinna hvern einasta leik því það er það eina sem við getum gert og reyna að nýta okkur það. Það verður erfitt en síðustu vikur hef ég séð stuðulinn og líkurnar á því hver vinnur úrvalsdeildina breytast og bara út af einum úrslitum. Allt getur gerst í ensku úrvalsdeildinni.“

„Man City er frábært lið, með frábæran hóp og stjóra. Það er erfitt að sjá annað fyrir en að þeir verði Englandsmeistarar, en furðulegri hlutir hafa gerst í ensku úrvalsdeildinni,“
sagði hann í lokin í viðtali við Sky Sports.

Liverpool er í 3. sæti deildarinnar með 71 stig en getur komist upp að hlið Arsenal með sigri á Fulham í dag.
Athugasemdir
banner
banner