ÍA fékk sín fyrstu stig í Pepsi-deildinni þegar liðið vann Fram 2-0. Mörk sitthvorum megin við hálfleikinn gerðu út um Framliðið sem hafði verið mun beittara fram að fyrra markinu með talsverðum meðvindi.
„Það er svekkjandi að fara ekki með þrjú stig héðan," segir Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram.
„Við áttum að skora í fyrri hálfleik miðað við færin, við fáum ekki alltaf svona góð færi í leik í úrvalsdeild. Að fara inn í hálfleikinn 1-0 undir og fá svo annað svona klaufalegt mark á sig strax í upphafi seinni hálfleik. Ég hafði samt á tilfinningunni að ef við myndum ná að skora þá myndum við vinna leikinn því það voru möguleikar að sækja á þá."
Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir