Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 21. maí 2020 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Karl Friðleifur: Ákveðinn skellur að vera á bekknum í þessum leikjum
Ekkert gefins en meiri möguleiki á að spila hjá Gróttu
Gústi sagði mér að hann hafi langað að fá mig.
Gústi sagði mér að hann hafi langað að fá mig.
Mynd: Grótta
 Mig hafði alltaf dreymt um að spila fyrir meistaraflokk Breiðabliks
Mig hafði alltaf dreymt um að spila fyrir meistaraflokk Breiðabliks
Mynd: Raggi Óla
Það er heiður að vera partur af þessum flotta hópi og alltaf gaman að fá að spila með þessum strákum.
Það er heiður að vera partur af þessum flotta hópi og alltaf gaman að fá að spila með þessum strákum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það hefur myndast mikill vinskapur í gegnum árin og mikil samheldni í hópnum að mínu mati. Við erum eins og ein stór fjölskylda.
Það hefur myndast mikill vinskapur í gegnum árin og mikil samheldni í hópnum að mínu mati. Við erum eins og ein stór fjölskylda.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru náttúrulega alltaf vonbrigði að fá að spila minna en mann langar
Það eru náttúrulega alltaf vonbrigði að fá að spila minna en mann langar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karl Friðleifur Gunnarsson var á mánudag lánaður til Gróttu frá Breiðabliki. Hjá Gróttu hittir Karl fyrir sinn gamla þjálfara, Ágúst Gylfason.

Fótbolti.net hafði samband við Karl og spurði hann út í hugmyndina á bakvið þessi félagaskipti og tímann hjá Breiðabliki.

Alltaf dreymt um að spila með Breiðabliki
Karl kom við sögu í sínum fyrstu tveimur leikum með Breiðabliki sumarið 2018. Hvrnig var að koma inn í liðið?

„Það var geggjað. Mig hafði alltaf dreymt um að spila fyrir meistaraflokk Breiðabliks í gegnum yngri flokkana og ég var virkilega ánægður með að ná því markmiði," sagði Karl við Fótbolta.net.

Kom honum á óvart að fá þessa tvo leiki?

„Nei alls ekki, ég átti gott undirbúningstímabil og eins og öllum í liðinu þá langaði mig að spila. Ég vissi samt að ég væri mjög ungur og í virkilega sterkum hópi. Ég vonaðist bara eftir því að fá einhverjar mínútur þannig að ég var glaður og stoltur með þessa tvo leiki sem ég fékk."

Karl tók þátt í tveimur leikjum á síðustu leiktíð. Voru það vonbrigði að leikirnir voru ekki fleiri?

„Það eru náttúrulega alltaf vonbrigði að fá að spila minna en mann langar en það er eins og það er. Ég er samt sem áður virkilega ánægður með þessa leiki sem ég fékk. Mér fannst ég vera tilbúinn í meistaraflokksboltann og var þyrstur í að fá að spila meira sem ég er ennþá."

Eina rétta í stöðunni að fara á lán
Hvernig kemur til að Karl fer á láni frá Breiðabliki á þessum tímapunkti?

„Það kemur bara þannig til að Breiðablik er með góðan og stóran hóp og það eru miklar væntingar gerðar til liðsins í sumar. Mig langar að spila sem mest og öðlast eins mikla reynslu og ég mögulega get. Þetta var bara það rétta í stöðunni fyrir mig á þessum tímapunkti," sagði Karl og segir að Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, hafi átt hugmyndina að láninu.

Besta í stöðunni að fara í Gróttu
Var ekkert annað í stöðunni en að fara til Gróttu þegar það kom upp á borðið?

„Nei það má segja að Grótta hafi verið það besta í stöðunni fyrir mig og mig langaði ekkert annað þegar ég vissi það. Þetta er spennandi verkefni og ég hlakka mjög mikið til sumarsins. Það er líka gaman að fara aftur til Gústa og kynnast strákunum í Gróttu sem mér líst mjög vel á."

Voru aðrir möguleikar í stöðunni?

„Já það voru önnur lið sem sýndu áhuga en mér leist best á að fara til Gróttu."

Ekkert gefins en meiri möguleiki á að spila hjá Gróttu
Hvernig náði Gústi að sannfæra Karl um að koma í Gróttu?

„Gústi sagði mér að hann hafi langað að fá mig og sagði mér frá hópnum sem hann er með. Hann fór með mér í gegnum helstu hlutina og það heillaði mig mikið. Ég vissi síðan alveg sjálfur að ég hafði meiri möguleika á spiltíma með Gróttu í sumar heldur en Breiðablik."

„Gústi tók samt fram að hann væri með sterkan og ungan hóp og því væri ekkert gefið heldur þurfa menn að vinna sér inn mínútur og mér líkar það. Ég kann vel við samkeppni og þannig á það að vera."


Vill að Grótta fari eins langt og það getur
Hvernig líst Karli á sumarið fyrir sig persónulega og svo liðið í heild?

„Ég er virkilega spenntur fyrir sumrinu. Þetta er stórt og þroskandi skref fyrir mig ásamt góðu tækifæri sem ég ætla að nýta mér og ég hlakka til að spila með Gróttu strákunum. Ég vil fara inn í tímabilið af heilum hug og ég vil ekki hugsa um að halda Gróttu bara í deildinni heldur vil ég að við förum eins langt og við getum og að allt liðið stefni að því."

„Mér líst mjög vel á Gróttu liðið sjálft, ungur og sterkur hópur sem er með virkilega góða liðsheild."


Hver eru markmið Karls og Gróttuliðsins?

„Markmiðin mín persónulega eru að vinna mér inn eins mikinn spiltíma og hægt er, gera mitt allra besta fyrir liðið og hjálpa Gróttu að gera góða hluti í sumar."

„Markmið liðsins eru að gera áhorfendur og þjálfara stolta á sama tíma viljum við sýna okkur og sanna. Við erum allir spenntir að komast á völlinn."


Skellur að vera á bekknum í Belgíu
Karl Friðleifur var í U19 ára landsliðinu sem komst áfram úr milliriðlinum sem haldinn var í Belgíu í nóvember. Hvernig er fyrir Karl að vera hluti af þessum sterka hópi?

„Það er heiður að vera partur af þessum flotta hópi og alltaf gaman að fá að spila með þessum strákum. Það var hinsvegar ákveðinn skellur að vera á bekknum í þessum leikjum. Samt sem áður glaður með að hafa komið inn á í þeim."

„Það að hafa verið settur á bekkinn í þessari ferð lætur mig vilja standa mig enn betur og komast aftur í byrjunarliðið. Ég var ekki vanur að byrja á bekknum og langar ekki að venjast því."


Samheldinn hópur eins og ein stór fjölskylda
Hvað gerir þennan U19 hóp jafn öflugan og hann er í raun?

„Allir þessir strákar eru sterkir karakterar eins líkir og ólíkir og við getum verið. Allir með sama markmiðið, að gera vel, og margir virkilega góðir leikmenn. Það hefur myndast mikill vinskapur í gegnum árin og mikil samheldni í hópnum að mínu mati. Við erum eins og ein stór fjölskylda."

Fyndið þegar litið er til baka
Við endum þetta á öðruvísi nótum því Karl sagði frá því í 'Hinni hliðinni' að hans vandræðalegasta augnablik væri nýliðavígslan hjá Breiðabliki. Hvað þurfti Karl að gera og hvað gerði þetta svo vandræðalegt og óþægilegt?

„Ég þurfti að syngja, taka uppistand, dansa o.fl. fyrir framan allt liðið. Ég var lítill pjakkur án þess að þekkja strákana og allir að taka upp og hlæja af mér."

„Þetta er virkilega fyndið þegar maður lítur til baka og þetta er víst bara partur af þessu, allir ganga í gegnum þetta í nýliðavígslum,"
sagði Karl að lokum.

Sjá einnig:
Hin hliðin - Karl Gunnarsson (Breiðablik/Grótta)
Athugasemdir
banner
banner
banner