Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   lau 21. maí 2022 19:45
Sverrir Örn Einarsson
Eiður Ben: Andy alltaf drullulélegur á æfingum
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum svolítið að spila gegn sjálfum okkur í færunum og meira að segja einu sinni varði Oliver Kelaart á línu frá Pablo og þetta leit út eins og okkur ætlaði ekki að takast að skora.“
Sagði Eiður Ben Eiríksson þjálfari Þróttar Vogum eftir 1-1 jafntefli hans manna gegn Vestra á Vogaídýfuvellinum fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Þróttur V. 1 -  1 Vestri

Þróttarar sem fengu ákjósanleg færi til að komast yfir með vindinum í fyrri hálfleik fengu dæmda á sig vítaspyrnu eftir rúmlega klukkustundarleik. Vladimir Tufegdzic skoraði úr vítinu en heimamenn sýndu karakter og jöfnuðu leikinn sex mínútum síðar.

„Við notuðum vikuna vel í að skrúfa hausinn á menn og fá þá til þess að átta sig á því að við erum búnir að vera í 50-50 leikjum á móti Fjölni og Grindavík. Við erum búnir að vera fá á okkur algjör skítamörk í þessum leikjum og við töluðum um að laga hausinn á okkur sjálfum.“

Andy Pew miðvörðurinn reyndi skoraði jöfnunarmark Þróttar en það munar greinilega miklu fyrir Þrótt að hann sé heill og geti beitt sér en hann hefur ekki verið með liðinu í mótinu til þessa.

„Andy er alltaf drullulélegur á æfingum og það er erfitt að réttlæta það að hafa hann í liðinu. En hann segir alltaf við mig að hann sé frábær í leikjum en ömurlegur á æfingum. Hann stóð við það í dag og verðskuldaði þetta klárlega því að hann var búinn að leggja inn vinnuna.“

Sagði Eiður en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner