Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
banner
   lau 21. maí 2022 19:45
Sverrir Örn Einarsson
Eiður Ben: Andy alltaf drullulélegur á æfingum
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum svolítið að spila gegn sjálfum okkur í færunum og meira að segja einu sinni varði Oliver Kelaart á línu frá Pablo og þetta leit út eins og okkur ætlaði ekki að takast að skora.“
Sagði Eiður Ben Eiríksson þjálfari Þróttar Vogum eftir 1-1 jafntefli hans manna gegn Vestra á Vogaídýfuvellinum fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Þróttur V. 1 -  1 Vestri

Þróttarar sem fengu ákjósanleg færi til að komast yfir með vindinum í fyrri hálfleik fengu dæmda á sig vítaspyrnu eftir rúmlega klukkustundarleik. Vladimir Tufegdzic skoraði úr vítinu en heimamenn sýndu karakter og jöfnuðu leikinn sex mínútum síðar.

„Við notuðum vikuna vel í að skrúfa hausinn á menn og fá þá til þess að átta sig á því að við erum búnir að vera í 50-50 leikjum á móti Fjölni og Grindavík. Við erum búnir að vera fá á okkur algjör skítamörk í þessum leikjum og við töluðum um að laga hausinn á okkur sjálfum.“

Andy Pew miðvörðurinn reyndi skoraði jöfnunarmark Þróttar en það munar greinilega miklu fyrir Þrótt að hann sé heill og geti beitt sér en hann hefur ekki verið með liðinu í mótinu til þessa.

„Andy er alltaf drullulélegur á æfingum og það er erfitt að réttlæta það að hafa hann í liðinu. En hann segir alltaf við mig að hann sé frábær í leikjum en ömurlegur á æfingum. Hann stóð við það í dag og verðskuldaði þetta klárlega því að hann var búinn að leggja inn vinnuna.“

Sagði Eiður en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir