Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   lau 21. maí 2022 19:45
Sverrir Örn Einarsson
Eiður Ben: Andy alltaf drullulélegur á æfingum
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum svolítið að spila gegn sjálfum okkur í færunum og meira að segja einu sinni varði Oliver Kelaart á línu frá Pablo og þetta leit út eins og okkur ætlaði ekki að takast að skora.“
Sagði Eiður Ben Eiríksson þjálfari Þróttar Vogum eftir 1-1 jafntefli hans manna gegn Vestra á Vogaídýfuvellinum fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Þróttur V. 1 -  1 Vestri

Þróttarar sem fengu ákjósanleg færi til að komast yfir með vindinum í fyrri hálfleik fengu dæmda á sig vítaspyrnu eftir rúmlega klukkustundarleik. Vladimir Tufegdzic skoraði úr vítinu en heimamenn sýndu karakter og jöfnuðu leikinn sex mínútum síðar.

„Við notuðum vikuna vel í að skrúfa hausinn á menn og fá þá til þess að átta sig á því að við erum búnir að vera í 50-50 leikjum á móti Fjölni og Grindavík. Við erum búnir að vera fá á okkur algjör skítamörk í þessum leikjum og við töluðum um að laga hausinn á okkur sjálfum.“

Andy Pew miðvörðurinn reyndi skoraði jöfnunarmark Þróttar en það munar greinilega miklu fyrir Þrótt að hann sé heill og geti beitt sér en hann hefur ekki verið með liðinu í mótinu til þessa.

„Andy er alltaf drullulélegur á æfingum og það er erfitt að réttlæta það að hafa hann í liðinu. En hann segir alltaf við mig að hann sé frábær í leikjum en ömurlegur á æfingum. Hann stóð við það í dag og verðskuldaði þetta klárlega því að hann var búinn að leggja inn vinnuna.“

Sagði Eiður en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner