Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
banner
   lau 21. maí 2022 19:45
Sverrir Örn Einarsson
Eiður Ben: Andy alltaf drullulélegur á æfingum
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum svolítið að spila gegn sjálfum okkur í færunum og meira að segja einu sinni varði Oliver Kelaart á línu frá Pablo og þetta leit út eins og okkur ætlaði ekki að takast að skora.“
Sagði Eiður Ben Eiríksson þjálfari Þróttar Vogum eftir 1-1 jafntefli hans manna gegn Vestra á Vogaídýfuvellinum fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Þróttur V. 1 -  1 Vestri

Þróttarar sem fengu ákjósanleg færi til að komast yfir með vindinum í fyrri hálfleik fengu dæmda á sig vítaspyrnu eftir rúmlega klukkustundarleik. Vladimir Tufegdzic skoraði úr vítinu en heimamenn sýndu karakter og jöfnuðu leikinn sex mínútum síðar.

„Við notuðum vikuna vel í að skrúfa hausinn á menn og fá þá til þess að átta sig á því að við erum búnir að vera í 50-50 leikjum á móti Fjölni og Grindavík. Við erum búnir að vera fá á okkur algjör skítamörk í þessum leikjum og við töluðum um að laga hausinn á okkur sjálfum.“

Andy Pew miðvörðurinn reyndi skoraði jöfnunarmark Þróttar en það munar greinilega miklu fyrir Þrótt að hann sé heill og geti beitt sér en hann hefur ekki verið með liðinu í mótinu til þessa.

„Andy er alltaf drullulélegur á æfingum og það er erfitt að réttlæta það að hafa hann í liðinu. En hann segir alltaf við mig að hann sé frábær í leikjum en ömurlegur á æfingum. Hann stóð við það í dag og verðskuldaði þetta klárlega því að hann var búinn að leggja inn vinnuna.“

Sagði Eiður en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner