Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
banner
   lau 21. maí 2022 19:05
Stefán Marteinn Ólafsson
Jón Þór: Þökkum auðvitað fyrir stigið
Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA.
Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Skagamenn heimsóttu Eyjamenn á Hásteinsvöll þegar 7.umferð Bestu deildar karla hóf göngu sína í dag. 

Skagamenn höfðu fyrir leikinn í dag tapað þrem leikjum í röð eftir flotta byrjun á mótinu en sóttu mikilvægt stig til Eyja í dag.


Lestu um leikinn: ÍBV 0 -  0 ÍA

„Miðað við hvernig þessi leikur þróaðist og endaði að þá þökkum við auðvitað fyrir stigið. Fyrri hálfleikur fannst mér í fínu jafnvægi og erum að skapa okkur hérna fín færi og það eru að koma ágætis kaflar í þetta hjá okkur í fyrri hálfleik og ágætis orka í fyrri hálfleiknum en seinni hálfleikurinn eru vonbrigði að við skyldum ekki láta kné fylgja kviði." Sagði Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA eftir leikinn í dag.

„Mér finnst sérstaklega eftir að vestmannaeyjingar misstu mann útaf að þá finnst mér við bara vera að ströggla og þeir tvíefldust við það á meðan við bara einhvernveginn koðnuðum niður og orkan var öll þeim megin eins og sást auðvitað í loka kaflanum að Árni varði frábærlega í tvígang og hélt okkur inn í þessu."

Skagamenn höfðu fyrir leikinn í dag tapað þrem leikjum í röð en náðu að sækja sterkt stig þegar uppi var staðið.

„Á endanum er það það en vissulega ætluðum við okkur sigur og mér fannst fyrri hálfleikurinn gefa það til kynna." 

Nánar er rætt við Jón Þór Hauksson þjálfara ÍA í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner