Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
   lau 21. maí 2022 19:05
Stefán Marteinn Ólafsson
Jón Þór: Þökkum auðvitað fyrir stigið
Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA.
Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Skagamenn heimsóttu Eyjamenn á Hásteinsvöll þegar 7.umferð Bestu deildar karla hóf göngu sína í dag. 

Skagamenn höfðu fyrir leikinn í dag tapað þrem leikjum í röð eftir flotta byrjun á mótinu en sóttu mikilvægt stig til Eyja í dag.


Lestu um leikinn: ÍBV 0 -  0 ÍA

„Miðað við hvernig þessi leikur þróaðist og endaði að þá þökkum við auðvitað fyrir stigið. Fyrri hálfleikur fannst mér í fínu jafnvægi og erum að skapa okkur hérna fín færi og það eru að koma ágætis kaflar í þetta hjá okkur í fyrri hálfleik og ágætis orka í fyrri hálfleiknum en seinni hálfleikurinn eru vonbrigði að við skyldum ekki láta kné fylgja kviði." Sagði Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA eftir leikinn í dag.

„Mér finnst sérstaklega eftir að vestmannaeyjingar misstu mann útaf að þá finnst mér við bara vera að ströggla og þeir tvíefldust við það á meðan við bara einhvernveginn koðnuðum niður og orkan var öll þeim megin eins og sást auðvitað í loka kaflanum að Árni varði frábærlega í tvígang og hélt okkur inn í þessu."

Skagamenn höfðu fyrir leikinn í dag tapað þrem leikjum í röð en náðu að sækja sterkt stig þegar uppi var staðið.

„Á endanum er það það en vissulega ætluðum við okkur sigur og mér fannst fyrri hálfleikurinn gefa það til kynna." 

Nánar er rætt við Jón Þór Hauksson þjálfara ÍA í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner