Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   lau 21. maí 2022 18:48
Arnar Laufdal Arnarsson
Siggi Höskulds: Ógeðslega svekktur að vinna þetta ekki
Stoltur af sínu liði
Stoltur af sínu liði
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

KR og Leiknir R. mættust í dag klukkan 16:00 í Bestu Deild karla þar sem að leikar enduðu með 1-1 jafntefli en var Sigurður Höskuldsson þjálfari Leiknis ósáttur að taka ekki öll þrjú stigin?

"Já svo sannarlega, vorum skelfilegir í fyrri hálfleik komum út í seinni hálfleikinn og fannst við ´bossa´ leikinn fengum fullt fullt fullt af færum. Ótrúlegt hrós á liðið hvernig við komum  inn í seinni hálfleikinn við gerðum tvær breytingar í hálfleik og þeir sem koma inn breyttu leiknum. Hugarfarið og hvernig við breyttum leiknum í seinni, ég er virkilega ánægður með strákana"  


Lestu um leikinn: KR 1 -  1 Leiknir R.

Siggi talaði um skelfilegan fyrri hálfleik, hvernig þá?

"Fannst við bara hræddir og vildum ekki vera með boltann og einhvern veginn bara illa stemmdir en það gæti að vissu leiti verið eðlilegt miðað við okkar gengi upp á síðkastið en svo komum við inn í seinni hálfleikinn og að mínu viti bara virkilega góðir. Ég er ógeðslega svekktur að vinna þetta ekki en ofboðslega ánægður hvernig við brugðumst við og hvernig seinni hálfleikurinn var"

Siggi talar svo einmitt um þenna flotta síðari hálfleik, hvað gekk upp þar?

"Þorðum að vera með boltann, skilaboðin í hálfleik voru bara að allir þurftu að þora fá boltann til þess að gera og breyta leiknum fyrir okkur. Þeir sem komu inn á þorðu að vera með boltann og seinni hálfleikurinn virkilega góður"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem hann talar um frammistöðu Mikkel Dahl og hvernig skal byggja ofan á þessi úrslit.


Athugasemdir
banner