Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 21. maí 2023 19:56
Brynjar Ingi Erluson
2. deild: Bragi Karl með sýningu á Ólafsfirði - Tvö rauð er KFG lagði Hött/Hugin
Bragi Karl skoraði öll fjögur mörk ÍR-inga
Bragi Karl skoraði öll fjögur mörk ÍR-inga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KFG vann 2-1 sigur á Hetti/Hugin
KFG vann 2-1 sigur á Hetti/Hugin
Mynd: KFG
Bragi Karl Bjarkason, leikmaður ÍR, skoraði öll fjögur mörk liðsins í 4-1 sigri á KF á Ólafsfirði í 2. deild karla í dag.

Bragi var valinn bestur í síðustu umferð deildarinnar er hann skoraði tvö mörk í 3-0 sigri á Völsungi og stefnir hann nú á að vera valinn bestur aðra umferðina í röð.

Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í fyrri hálfleiknum, þar af eitt úr víti en KF spilaði manni færri frá 18. mínútu eftir að Jakob Auðun Sindrason var rekinn af velli.

Dagbjartur Búi Davíðsson minnkaði muninn fyrir KF en Bragi svaraði með fjórða marki sínu. Hann er því með sex mörk úr fyrstu þremur leikjunum en ÍR er í 2. sæti með 7 stig á meðan KF er án stiga.

KFA vann KV 2-0. Pvilas Krasnovskis og Danilo Milenkovic gerðu mörkin með mínútu millibili. KFA er á toppnum með 7 stig og betri markatölu en ÍR. KV er í næst neðsta sæti með 1 stig.

KFG vann þá Hött/Hugin, 2-1, í líflegum leik. Jón Arnar Barðdal kom Garðbæingum yfir á 25. mínútu áður en Eiður Orri Ragnarsson jafnaði í upphafi síðari hálfleiks. Sigurður Gunnar Jónsson gerði sigurmark KFG þegar fimm mínútur voru eftir.

Á lokamínútunum fengu eir André Musa Solórzano og Daniel Arnaud Ndi báðir að líta rauða spjaldið í liði Hattar/Hugins. KFG er í 4. sæti með 6 stig en Höttur/Huginn í 10. sæti með 1 stig.

Úrslit og markaskorarar:

KFA 2 - 0 KV
1-0 Povilas Krasnovskis ('16 )
2-0 Danilo Milenkovic ('17 )

KFG 2 - 1 Höttur/Huginn
1-0 Jón Arnar Barðdal ('25 )
1-1 Eiður Orri Ragnarsson ('52 )
2-1 Sigurður Gunnar Jónsson ('85 )
Rautt spjald: ,André Musa Solórzano Abed, Höttur/Huginn ('87)Daniel Arnaud Ndi, Höttur/Huginn ('90)

KF 1 - 4 ÍR
0-1 Bragi Karl Bjarkason ('4 )
0-2 Bragi Karl Bjarkason ('19 , Mark úr víti)
0-3 Bragi Karl Bjarkason ('40 )
1-3 Dagbjartur Búi Davíðsson ('45 )
1-4 Bragi Karl Bjarkason ('67 )
Rautt spjald: Jakob Auðun Sindrason , KF ('18)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner