Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 21. maí 2023 20:45
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Lazio með annan fótinn í Meistaradeild Evrópu - Meistararnir unnu Inter
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Lazio er nú komið með annan fótinn í Meistaradeild Evrópu eftir að liðið vann Udinese, 1-0, í Seríu A í dag.

Vítaspyrnumark Ciro Immobile tryggði Lazio sigurinn á Udinese og er liðið nú með 68 stig í 3. sæti deildarinnar.

Napoli vann Inter á meðan 3-1. Inter spilaði manni færri frá 41. mínútu eftir að ítalski miðjumaðurinn Roberto Gagliardini fékk að líta rauða spjaldið.

Andre Zambo Anguissa skoraði opnunarmarkið á 67. mínútu en Romelu Lukaku jafnaði fimmtán mínútum síðar. Giovanni Di Lorenzo og Gianluca Gaetano kláruðu leikinn fyrir Napoli á síðustu fimm mínútum venjulegs leiktíma.

Napoli er auðvitað löngu búið að vinna deildina en þetta var þungt högg í baráttu Inter um Meistaradeildarsæti. Nú er útlit fyrir að Mílanó-liðin berjist um síðasta lausa sætið en Inter er aðeins tveimur stigum á undan Milan þegar tvær umferðir eru eftir.

Úrslit og markaskorarar:

Napoli 3 - 1 Inter
1-0 Andre Zambo Anguissa ('67 )
1-1 Romelu Lukaku ('82 )
2-1 Giovanni Di Lorenzo ('85 )
3-1 Gianluca Gaetano ('90 )
Rautt spjald: Roberto Gagliardini, Inter ('41)

Udinese 0 - 1 Lazio
0-1 Ciro Immobile ('61 , víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner