Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 21. maí 2023 20:48
Brynjar Ingi Erluson
Kampakátur Haaland: Ég veit eiginlega ekki hvað ég get sagt
Mynd: EPA
Norski framherjinn Erling Braut Haaland fagnaði Englandsmeistaratitlinum með liðsfélögum sínum í Manchester City á Etihad-leikvanginum í dag en hann fór ekki leynt með gleði sína.

Haaland hefur skorað 36 deildarmörk á sínu fyrsta tímabili með Man City.

Hann bætti markamet Andy Cole og Alan Shearer frá tíunda áratugnum og var í raun síðasti púslbitinn í lið Man City.

„Þetta er óraunverulegt. Ég veit ekki hvað ég get sagt annað en að ég sé ótrúlega ánægður,“ sagði Haaland.

„Þetta eru minningar sem ég mun muna restina af lífinu. Ég veit ekkert hvað ég á að segja.“

„Þetta er sérstakt. Ég mun njóta dagsins og þetta er algjörlega frábært. 36 mörk á fyrsta tímabili mínu hér og úrvalsdeildartitill ásamt tveimur úrslitaleikjum. Það er ekki svo slæmt,“
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner