
Þróttur R. 3 - 1 Ægir
1-0 Kostiantyn Iaroshenko ('20 )
1-1 Óskar Sigþórsson ('39 , sjálfsmark)
2-1 Sam Hewson ('79 , víti)
3-1 Ernest Slupski ('93 )
Lestu um leikinn
1-0 Kostiantyn Iaroshenko ('20 )
1-1 Óskar Sigþórsson ('39 , sjálfsmark)
2-1 Sam Hewson ('79 , víti)
3-1 Ernest Slupski ('93 )
Lestu um leikinn
Fyrsti sigur Þróttara í Lengjudeild karla skilaði sér í hús í kvöld er liðið vann Ægi, 3-1, á AVIS-vellinum í Laugardal.
Þróttarar fengu fínustu færi í byrjun leiks og var aðeins tímaspursmál hvenær fyrsta markið kæmi. Kostiantyn Iaroshenko gerði það á 20. mínútu með föstu skoti í fjærhornið.
Ægismenn jöfnuðu metin á 39. mínútu. Renato Punyed átti skot sem fór í stöngina og í bakið á Óskari Sigþórsson, markverði Þróttar, og í netið.
Heimamenn náðu að tryggja öll stigin á síðustu mínútum leiksins. Sam Hewson skoraði úr vítaspyrnu á 79. mínútu eftir að Daníel Smári Sigurðsson braut á honum.
Ernest Slupski gerði síðan þriðja og síðasta mark Þróttara í uppbótartíma með snyrtilegu skoti.
Þróttur að næla í fyrsta sigur sumarsins en liðið er nú með 4 stig en Ægir með 1 stig.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir