Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   sun 21. maí 2023 22:48
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Leverkusen missti unnin leik niður í jafntefli
Lukas Hradecky átti erfiðan dag í markinu
Lukas Hradecky átti erfiðan dag í markinu
Mynd: EPA
Bayer 2 - 2 Borussia M.
1-0 Amine Adli ('15 )
2-0 Kerem Demirbay ('20 )
2-1 Jonas Hofmann ('58 )
2-2 Lars Stindl ('90 )
Rautt spjald: Piero Hincapie, Bayer ('90)

Lærisveinar Xabi Alonso í Bayer Leverkusen misstu unnin leik niður í jafntefli er liðið mætti Borussia Mönchengladbach í kvöld.

Leverkusen þurfti sigur til að koma sér í betri stöðu í að tryggja sæti í Sambandsdeildinni á næsta tímabili.

Amine Adli og Kerem Demirbay skoruðu tvö á fimm mínútum en Gladbach kom til baka í síðari. Jonas Hofmann minnkaði muninn eftir að hann stal boltanum af Lukas Hradecky, markverði Leverkusen, og skilaði honum í netið.

Undir lok leiks héldu leikmenn Leverkusen áfram að vera gjafmildir en í þetta sinn sendi Amiri boltann til baka og var það Marcus Thuram sem komst í hann og færði boltann á Lars Stindl sem skoraði.

Piero Hincapie, varnarmaður Leverkusen, fékk rauða spjaldið í uppbótartíma fyrir brot á Julian Weigl. Leiðinlegur endir fyrir Leverkusen sem er í 6. sæti með 50 stig, einu stigi á undan Wolfsburg fyrir lokaumferðina.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 32 23 7 2 93 32 +61 76
2 Leverkusen 32 19 11 2 68 37 +31 68
3 Eintracht Frankfurt 32 16 8 8 63 43 +20 56
4 Freiburg 32 15 7 10 46 49 -3 52
5 Dortmund 32 15 6 11 64 49 +15 51
6 RB Leipzig 32 13 11 8 51 45 +6 50
7 Mainz 32 13 9 10 49 40 +9 48
8 Werder 32 13 8 11 50 56 -6 47
9 Gladbach 32 13 6 13 55 54 +1 45
10 Stuttgart 32 12 8 12 57 51 +6 44
11 Augsburg 32 11 10 11 34 45 -11 43
12 Wolfsburg 32 10 9 13 53 52 +1 39
13 Union Berlin 32 9 10 13 33 47 -14 37
14 St. Pauli 32 8 7 17 26 37 -11 31
15 Hoffenheim 32 7 10 15 44 62 -18 31
16 Heidenheim 32 7 5 20 33 60 -27 26
17 Holstein Kiel 32 6 7 19 48 75 -27 25
18 Bochum 32 5 7 20 30 63 -33 22
Athugasemdir
banner
banner