Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 21. maí 2024 10:21
Elvar Geir Magnússon
Íslandsvinurinn Bo framkvæmdi kraftaverk í Mainz
Bo Henriksen er að vekja mikla athygli.
Bo Henriksen er að vekja mikla athygli.
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Hinn litríki Bo Henriksen hlýtur mikið lof fyrir það afrek að hafa haldið Mainz uppi í þýsku úrvalsdeildinni eftir að hafa tekið við liðinu í nánast ómögulegri stöðu.

Þessi 49 ára Dani var sóknarmaður á leikmannaferli sínum og lék hann á Íslandi með Val, Fram og ÍBV 2005-2006. Hann skoraði sjö mörk í átján leikjum í efstu deild á íslandi.

Bo tók við Mainz í febrúar og náði heldur betur að blása lífi í liðið og kalla fram mikla orku. Liðið tapaði aðeins tveimur leikjum eftir að Bo tók við, vann sex af síðustu þrettán leikjum sínum og gerði fimm jafntefli.

„Ég trúi ekki á heppni, ég trúi á frammistöðu. Þú getur talað um heppni varðandi einn leik en ekki ef þú spilar 21 leik og vinnur bara einn. Það eru engar tilviljanir," sagði Bo þegar hann tók við Mainz.

Bo gerði góða hluti í þjálfun í heimalandinu Danmörku, gerði Midtjylland að bikarmeistara, og tók svo sitt fyrsta stjórastarf utan landsins í október 2022 þegar hann var ráðinn til FC Zurich.

Zurich hafði verið án sigurs í tíu leikjum en Bo breytti því í lið sem tapaði bara sex sinnum næstu sjö mánuði. Hann byrjaði þetta tímabil vel með Zurich en gat ekki hafnað tækifærinu á að taka við liði í þýsku Bundesligunni, einni bestu deild heims.

Hann er þegar orðinn vinsælasti maðurinn í Mainz og spennandi að sjá framhaldið á hans stjóraferli.


Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Augsburg 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Leverkusen 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bayern 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Bochum 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Dortmund 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Gladbach 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Eintracht Frankfurt 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Freiburg 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Heidenheim 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Hoffenheim 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Holstein Kiel 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Mainz 0 0 0 0 0 0 0 0
13 RB Leipzig 0 0 0 0 0 0 0 0
14 St. Pauli 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Stuttgart 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Union Berlin 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Köln 34 5 12 17 28 60 -32 27
17 Werder 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Wolfsburg 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Darmstadt 34 3 8 23 30 86 -56 17
Athugasemdir
banner
banner
banner