Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   þri 21. maí 2024 23:02
Kári Snorrason
Ómar Ingi: Er að komast upp á lagið að halda minna með honum
,,Eitthvað sem ég hef gert alla hans ævi"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK fékk Val í heimsókn fyrr í kvöld í sjöundu umferð Bestu deildar karla.
Jónatan Ingi skoraði fyrsta mark leiksins í upphafi seinni hálfleiks, Arnþór Ari jafnaði svo metin með skallamarki frá 25 metrum sannkallað skrípamark þar á ferðinni. Jónatan Ingi kom svo Völsurum aftur yfir skömmu síðar og þar við sat.
Ómar Ingi þjálfari HK mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: HK 1 -  2 Valur

„Þetta var svekkjandi, mér fannst við bæði skapa okkur fína sénsa í fyrri hálfleik og vera yfir í hálfleik. Eftir að við jöfnum fannst ég við aðeins gefa eftir. Stigum aðeins til baka og gáfum þeim pláss.
Auðvitað er markið stórfenglegt en þá erum við komnir fram á völlinn og þeir fara í erfiða sendingu sem endar í Arnþóri. Við hefðum átt að halda því lengur."


Bræður Ómars voru inná vellinum í sitthvoru liðinu

„Það gerist í fyrra að Ísak og Orri eru inná á sama tíma, þannig þetta er ekki alveg sama stundin. Ég er aðeins búinn að venjast því að halda minna með honum, eitthvað sem ég hef gert alla hans ævi en ég er að komast upp á lagið að halda minna með honum í sinni baráttu með Valsliðinu."

Atli Þór var ekki í leikmannahóp HK í dag vegna meiðsla

„Við vonumst að hann verði klár sem fyrst. Hvort sem það er Fylkisleikurinn eða ekki, það verður að láta það koma í ljós. Það er ekki mjög langt."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner