Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
Ingi Þór: Engir grínleikmenn að spila í minni stöðu hjá ÍA
„Fór í viðræður við fullt af klúbbum"
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
   þri 21. maí 2024 23:02
Kári Snorrason
Ómar Ingi: Er að komast upp á lagið að halda minna með honum
,,Eitthvað sem ég hef gert alla hans ævi"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK fékk Val í heimsókn fyrr í kvöld í sjöundu umferð Bestu deildar karla.
Jónatan Ingi skoraði fyrsta mark leiksins í upphafi seinni hálfleiks, Arnþór Ari jafnaði svo metin með skallamarki frá 25 metrum sannkallað skrípamark þar á ferðinni. Jónatan Ingi kom svo Völsurum aftur yfir skömmu síðar og þar við sat.
Ómar Ingi þjálfari HK mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: HK 1 -  2 Valur

„Þetta var svekkjandi, mér fannst við bæði skapa okkur fína sénsa í fyrri hálfleik og vera yfir í hálfleik. Eftir að við jöfnum fannst ég við aðeins gefa eftir. Stigum aðeins til baka og gáfum þeim pláss.
Auðvitað er markið stórfenglegt en þá erum við komnir fram á völlinn og þeir fara í erfiða sendingu sem endar í Arnþóri. Við hefðum átt að halda því lengur."


Bræður Ómars voru inná vellinum í sitthvoru liðinu

„Það gerist í fyrra að Ísak og Orri eru inná á sama tíma, þannig þetta er ekki alveg sama stundin. Ég er aðeins búinn að venjast því að halda minna með honum, eitthvað sem ég hef gert alla hans ævi en ég er að komast upp á lagið að halda minna með honum í sinni baráttu með Valsliðinu."

Atli Þór var ekki í leikmannahóp HK í dag vegna meiðsla

„Við vonumst að hann verði klár sem fyrst. Hvort sem það er Fylkisleikurinn eða ekki, það verður að láta það koma í ljós. Það er ekki mjög langt."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner