Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
   þri 21. maí 2024 23:02
Kári Snorrason
Ómar Ingi: Er að komast upp á lagið að halda minna með honum
,,Eitthvað sem ég hef gert alla hans ævi"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK fékk Val í heimsókn fyrr í kvöld í sjöundu umferð Bestu deildar karla.
Jónatan Ingi skoraði fyrsta mark leiksins í upphafi seinni hálfleiks, Arnþór Ari jafnaði svo metin með skallamarki frá 25 metrum sannkallað skrípamark þar á ferðinni. Jónatan Ingi kom svo Völsurum aftur yfir skömmu síðar og þar við sat.
Ómar Ingi þjálfari HK mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: HK 1 -  2 Valur

„Þetta var svekkjandi, mér fannst við bæði skapa okkur fína sénsa í fyrri hálfleik og vera yfir í hálfleik. Eftir að við jöfnum fannst ég við aðeins gefa eftir. Stigum aðeins til baka og gáfum þeim pláss.
Auðvitað er markið stórfenglegt en þá erum við komnir fram á völlinn og þeir fara í erfiða sendingu sem endar í Arnþóri. Við hefðum átt að halda því lengur."


Bræður Ómars voru inná vellinum í sitthvoru liðinu

„Það gerist í fyrra að Ísak og Orri eru inná á sama tíma, þannig þetta er ekki alveg sama stundin. Ég er aðeins búinn að venjast því að halda minna með honum, eitthvað sem ég hef gert alla hans ævi en ég er að komast upp á lagið að halda minna með honum í sinni baráttu með Valsliðinu."

Atli Þór var ekki í leikmannahóp HK í dag vegna meiðsla

„Við vonumst að hann verði klár sem fyrst. Hvort sem það er Fylkisleikurinn eða ekki, það verður að láta það koma í ljós. Það er ekki mjög langt."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner