Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
   þri 21. maí 2024 23:02
Kári Snorrason
Ómar Ingi: Er að komast upp á lagið að halda minna með honum
,,Eitthvað sem ég hef gert alla hans ævi"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK fékk Val í heimsókn fyrr í kvöld í sjöundu umferð Bestu deildar karla.
Jónatan Ingi skoraði fyrsta mark leiksins í upphafi seinni hálfleiks, Arnþór Ari jafnaði svo metin með skallamarki frá 25 metrum sannkallað skrípamark þar á ferðinni. Jónatan Ingi kom svo Völsurum aftur yfir skömmu síðar og þar við sat.
Ómar Ingi þjálfari HK mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: HK 1 -  2 Valur

„Þetta var svekkjandi, mér fannst við bæði skapa okkur fína sénsa í fyrri hálfleik og vera yfir í hálfleik. Eftir að við jöfnum fannst ég við aðeins gefa eftir. Stigum aðeins til baka og gáfum þeim pláss.
Auðvitað er markið stórfenglegt en þá erum við komnir fram á völlinn og þeir fara í erfiða sendingu sem endar í Arnþóri. Við hefðum átt að halda því lengur."


Bræður Ómars voru inná vellinum í sitthvoru liðinu

„Það gerist í fyrra að Ísak og Orri eru inná á sama tíma, þannig þetta er ekki alveg sama stundin. Ég er aðeins búinn að venjast því að halda minna með honum, eitthvað sem ég hef gert alla hans ævi en ég er að komast upp á lagið að halda minna með honum í sinni baráttu með Valsliðinu."

Atli Þór var ekki í leikmannahóp HK í dag vegna meiðsla

„Við vonumst að hann verði klár sem fyrst. Hvort sem það er Fylkisleikurinn eða ekki, það verður að láta það koma í ljós. Það er ekki mjög langt."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner