Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   mán 21. júní 2021 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ég veit alveg að hann verður óþolandi"
Pablo Punyed.
Pablo Punyed.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er stórleikur í Pepsi Max-deildinni í kvöld þegar Víkingur tekur á móti KR í Reykjavíkurslag.

Víkingur hefur ekki enn tapað leik og er í toppbaráttunni. KR getur með sigri í dag blandað sér af alvöru í toppbaráttuna, ef svo má segja.

Baráttan á miðsvæðinu verður vægast sagt áhugaverð. Pablo Punyed, miðjumaður Víkings, er að mæta sínum gömlu félögum. Pálmi Rafn Pálmason, sem verður í baráttunni við Pablo á miðjunni, býst við harðri baráttu.

„Ég veit alveg að hann verður óþolandi," sagði Pálmi Rafn um Pablo.

„Hann reiknar sennilega með því sama frá mér."

Pablo er alvöru nagli. „Þetta er toppeintak utan vallar og yndislegur maður, en hann gerir helvíti mikið til að vinna. Hann er í þessu til að vinna. Hvort hann sé sóði, ég ætla ekki að dæma um það. Hann fer í leiki til að vinna og það er gott að hafa þannig mann í liði með sér. Við erum komnir með einn þannig núna sem er helvíti gott að hafa í liðinu okkar," sagði Pálmi og átti þar við Kjartan Henry Finnbogason.

Hægt er að hlusta á allan útvarpsþáttinn hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Pálmi Rafn, Stefán Pálsson og EM
Athugasemdir
banner