Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   mán 21. júní 2021 23:11
Brynjar Óli Ágústsson
Nik Anthony: Misstum tak á leiknum þegar við fengum ekki víti
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, var svekktur eftir 4-2 tap gegn Fylki í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld.

Þróttur byrjaði leikinn vel og tók forystuna eftir fimm mínútna leik. Svo hrundi spilaborgin ef svo má segja.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  4 Fylkir

„Er mjög svekktur. Byrjuðum mjög vel og skoruðum mjög flott mark. Áttum svo að fá víti og eftir það tók Fylkir yfir leikinn og við náðum ekki að takast á við það í fyrri hálfleik. Svo fengu þær þriðja markið, sem drap alveg leikinn. Þau voru alltaf smá betri en við í dag,'' sagði Nik.

Nik var spurður af hverju leikurinn endaði með tapi Þróttar eftir sterka byrjun.

„Ég hef enga hugmynd. Ég þarf að fara til baka og horfa aftur á leikinn því ég get ekki hugsað um eitthvað sem stóð upp úr í framistöðunni.''

„Við hefðum átt að fá víti og svo fengum við annað tækifæri. Það gæti verið að þær voru enn að hugsa um vítið eða eitthvað annað, ég veit ekki alveg. Svo þegar Fylkir jafnaði leikinn þá tóku þær alveg yfir leikinn."

Spurt var hvort það væru einhverjir jákævðir punktar frá leiknum.

„Við héldum alltaf áfram, þrátt fyrir að staðan var 1-3 eða 1-4, þá vorum við enn að skapa færi eins og sást með markinu á síðustu mínútu leiksins.''

„Næsti leikur er bikarleikur og við getum komist í undanúrslit í fyrsta sinn í sögu félagsins í kvennaboltanum, svo það er eitthvað sem við erum að eltast eftir.''

Hægt er að horfa á allt viðtalið fyrir ofan
Athugasemdir
banner
banner