Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mán 21. júní 2021 23:11
Brynjar Óli Ágústsson
Nik Anthony: Misstum tak á leiknum þegar við fengum ekki víti
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, var svekktur eftir 4-2 tap gegn Fylki í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld.

Þróttur byrjaði leikinn vel og tók forystuna eftir fimm mínútna leik. Svo hrundi spilaborgin ef svo má segja.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  4 Fylkir

„Er mjög svekktur. Byrjuðum mjög vel og skoruðum mjög flott mark. Áttum svo að fá víti og eftir það tók Fylkir yfir leikinn og við náðum ekki að takast á við það í fyrri hálfleik. Svo fengu þær þriðja markið, sem drap alveg leikinn. Þau voru alltaf smá betri en við í dag,'' sagði Nik.

Nik var spurður af hverju leikurinn endaði með tapi Þróttar eftir sterka byrjun.

„Ég hef enga hugmynd. Ég þarf að fara til baka og horfa aftur á leikinn því ég get ekki hugsað um eitthvað sem stóð upp úr í framistöðunni.''

„Við hefðum átt að fá víti og svo fengum við annað tækifæri. Það gæti verið að þær voru enn að hugsa um vítið eða eitthvað annað, ég veit ekki alveg. Svo þegar Fylkir jafnaði leikinn þá tóku þær alveg yfir leikinn."

Spurt var hvort það væru einhverjir jákævðir punktar frá leiknum.

„Við héldum alltaf áfram, þrátt fyrir að staðan var 1-3 eða 1-4, þá vorum við enn að skapa færi eins og sást með markinu á síðustu mínútu leiksins.''

„Næsti leikur er bikarleikur og við getum komist í undanúrslit í fyrsta sinn í sögu félagsins í kvennaboltanum, svo það er eitthvað sem við erum að eltast eftir.''

Hægt er að horfa á allt viðtalið fyrir ofan
Athugasemdir