Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
banner
   mán 21. júní 2021 23:11
Brynjar Óli Ágústsson
Nik Anthony: Misstum tak á leiknum þegar við fengum ekki víti
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, var svekktur eftir 4-2 tap gegn Fylki í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld.

Þróttur byrjaði leikinn vel og tók forystuna eftir fimm mínútna leik. Svo hrundi spilaborgin ef svo má segja.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  4 Fylkir

„Er mjög svekktur. Byrjuðum mjög vel og skoruðum mjög flott mark. Áttum svo að fá víti og eftir það tók Fylkir yfir leikinn og við náðum ekki að takast á við það í fyrri hálfleik. Svo fengu þær þriðja markið, sem drap alveg leikinn. Þau voru alltaf smá betri en við í dag,'' sagði Nik.

Nik var spurður af hverju leikurinn endaði með tapi Þróttar eftir sterka byrjun.

„Ég hef enga hugmynd. Ég þarf að fara til baka og horfa aftur á leikinn því ég get ekki hugsað um eitthvað sem stóð upp úr í framistöðunni.''

„Við hefðum átt að fá víti og svo fengum við annað tækifæri. Það gæti verið að þær voru enn að hugsa um vítið eða eitthvað annað, ég veit ekki alveg. Svo þegar Fylkir jafnaði leikinn þá tóku þær alveg yfir leikinn."

Spurt var hvort það væru einhverjir jákævðir punktar frá leiknum.

„Við héldum alltaf áfram, þrátt fyrir að staðan var 1-3 eða 1-4, þá vorum við enn að skapa færi eins og sást með markinu á síðustu mínútu leiksins.''

„Næsti leikur er bikarleikur og við getum komist í undanúrslit í fyrsta sinn í sögu félagsins í kvennaboltanum, svo það er eitthvað sem við erum að eltast eftir.''

Hægt er að horfa á allt viðtalið fyrir ofan
Athugasemdir