Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 21. júní 2022 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eto'o dæmdur í skilorðsbundið fangelsi
Samuel Eto'o.
Samuel Eto'o.
Mynd: Getty Images
Samuel Eto’o, fyrrum sóknarmaður Barcelona og fleiri félaga, hefur verið dæmdur í 22 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattsvik á Spáni.

Eto’o játaði að hafa svikið 3,8 milljónir evra undan skatti á meðan hann spila fyrir Barcelona.

Eto’o er ekki fyrsti fótboltamaðurinn sem er dæmdur fyrir skattsvik á Spáni en lögin þar í landi virðast vera að flækjast eitthvað fyrir mönnum.

Kamerúninn kennir sínum fyrrum umboðsmanni um þetta þar sem hann hafi séð alfarið um þessi mál.

Eto’o þarf ekki að dúsa í fangelsi þar sem þetta er hans fyrsta brot. Hann þarf hins vegar að borga skuld sín auk sektar að andvirði tæplega 2 milljóna evra.
Athugasemdir
banner
banner
banner