þri 21. júní 2022 12:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðræður Newcastle og Burnley vel á veg komnar
Mynd: EPA
Newcastle er í viðræðum við Burnley um kaup á markmanninum Nick Pope.

Sky Sports greinir frá en í síðustu viku var greint frá því að Newcastle hefði áhuga á Pope. Nú eru viðræður vel á veg komnar.

Pope var valinn í enska landsliðið fyrr í þessum mánuði og ætlar sér að fara með á HM í Katar. Burnley féll úr úrvalsdeildinni og sér Pope meiri möguleika á landsliðssæti með því að spila í úrvalsdeildinni.

Newcastle er þá einnig sagt í viðræðum við Sven Botman og Hugo Ekitike. Þær viðræður hafa staðið lengi og er félagið sagt opið fyrir því að horfa annað ef þeim miðar ekkert áfram.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner