Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 21. júní 2022 17:40
Ívan Guðjón Baldursson
Vieira kominn til Arsenal (Staðfest)
Vieira var besti maður mótsins en bros var ekki ofarlega í huga eftir tap í úrslitaleik gegn Þýskalandi.
Vieira var besti maður mótsins en bros var ekki ofarlega í huga eftir tap í úrslitaleik gegn Þýskalandi.
Mynd: UEFA

Arsenal er búið að ganga frá kaupum á portúgalska miðjumanninum Fabio Vieira sem kemur úr röðum Porto.


Vieira er 22 ára gamall og festi sig í sessi í byrjunarliði Porto á nýliðinni leiktíð þar sem hann skoraði 6 mörk og lagði 14 upp í 27 deildarleikjum.

Vieira hefur verið einn af bestu leikmönnum gífurlega sterks U21 landsliðs Portúgals og er kominn með 13 mörk í 21 landsleik. Hann var valinn besti leikmaður EM U21 sem haldið var í fyrra.

Arsenal borgar 33 milljónir punda fyrir Vieira, eða 40 milljónir evra, og er þessi sóknarsinnaði miðjumaður búinn að skrifa undir fimm ára samning. Vieira er sérstaklega öflugur í að skapa sér pláss framarlega á vellinum án bolta og er helst líkt við samlanda sína Bruno Fernandes og Bernardo Silva.

„Fabio er afar skapandi leikmaður sem mun bæta miklum gæðum við okkar sóknarleik. Ég er mjög ánægður að við höfum fundið svona spennandi leikmann fyrir liðið og spenntur að sjá hann spreyta sig," sagði Mikel Arteta meðal annars.

Vieira er þriðji leikmaðurinn sem gengur í raðir Arsenal í byrjun sumars eftir komur bandaríska markvarðarins Matt Turner og brasilíska táningsins Marquinhos. 

Vieira mun berjast við Martin Ödegaard og Emile Smith Rowe um sæti í byrjunarliðinu.


Athugasemdir
banner
banner