Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 21. júlí 2021 18:10
Ívan Guðjón Baldursson
Eftirsóttur Steve Cooper hættur hjá Swansea
Mynd: Getty Images
Þjálfarinn eftirsótti Steve Cooper er hættur hjá Swansea eftir tvö ár hjá félaginu. Cooper hefur gert frábæra hluti í Wales og hafa ýmis úrvalsdeildarfélög verið orðuð við hann.

Cooper stýrði Swansea í fjórða sæti Championship deildarinnar en tapaði úrslitaleik umspilsins gegn Brentford. Hann hefur tekið sumarið til að hugsa um framtíðina og er búinn að ákveða að yfirgefa Svanina til að halda á önnur mið.

Cooper er aðeins 41 árs gamall og þjálfaði unglingalið Liverpool í fimm ár áður en hann tók við U16 landsliði Englands. Skömmu síðar tók hann við U17 liðinu og stýrði því í fjögur ár áður en hann fór til Swansea sumarið 2019.

Cooper þykir einstaklega góður þjálfari og er það stór plús að hann þekkir mikið af ungum og efnilegum enskum leikmönnum persónulega eftir að hafa þjálfað unglingalandsliðin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner