Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 21. júlí 2022 21:13
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sambandsdeildin: Blikar höfðu sigur í ótrúlegum leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 2 - 0 Buducnost Podgorica
1-0 Kristinn Steindórsson ('88 )
2-0 Höskuldur Gunnlaugsson ('97 , víti)
Rautt spjald: , ,Andrija Raznatovic, ('54)Luka Mirkovic,('69)Aleksandar Nedovic, ('92) Lestu um leikinn


Breiðablik tók á móti Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi á Kópavogsvelli í Sambandsdeildinni.

Fyrri hálfleikurinn var rólegur en síðari hálfleikurinn var hreint út sagt ótrúlegur. Snemma í síðari hálfleik urðu Blikar manni fleiri þegar leikmaður Buducnost sló Jason Daða í andlitið og fékk réttilega rautt spjald.

Á 70. mínútu fékk Buducnost sitt annað rauða spjald þegar Jason Daði var tekinn harkalega niður.

Blikar voru mun sterkari í síðari hálfleik en það var ekki fyrr en á 88. mínútu að Kristinn Steindórsson kom boltanum í netið. Í uppbótartíma fékk Breiðablik vítaspyrnu. Höskuldur steig á punktinn og skoraði. 2-0 sigur lokatölur.

Þjálfari Buducnost fékk einnig brottrekstur í lok leiksins og það sauð upp úr þegar dómarinn flautaði leikinn af.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner