Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að Arthur Melo sé á óskalista nýliðanna Como í Serie A.
Arthur er leikmaður Juventus og verður líklega ekki inn í myndinni hjá Thiago Motta, stjóra liðsins á komandi tímabili. Arthur var á láni hjá Fiorentina á síðustu leiktíð eftir að hafa verið á láni hjá Liverpool tímabilið 2022-2023.
Sá tími var mjög erfiður fyrir brasilíska miðjumanninn en hann spilaði aðeins einn leik. ítalski fjölmiðilamaðurinn Gianluca Di Marzio segir að hann verði líklega ekki í hópnum hjá Juventus sem er á leið í æfingaferð til Þýskalands.
Arthur á tvö ár eftir af samningi sínum hjá Juventus en Como er sagt vilja fá hann á láni.
Como hefur gert athyglisverð félagaskipti í sumar en leikmenn á borð við Pepe Reina, Alberto Moreno og Andrea Belotti hafa gengið til liðs við félagið. Þá var Cesc Fabregas ráðinn stjóri liðsins.