Verður eigendum PSG heimilað að fara framhjá Financial Fair Play reglum evrópska knattspyrnusambandsins með 200 milljóna punda kaupunum á Neymar? Verði ekkert að gert gætu félagsskiptin markað upphaf nýrra tíma varðandi fjármál í fótbolta.
En það þarf þó ekki endilega að vera svo. Þær upphæðir sem rætt hefur verið um að undanförnu í tengslum við leikmenn á borð við Philippe Coutinho, Ousmane Dembélé, Kylian Mbappé og jafnvel Gylfa okkar Sigurðsson bera vott um heilmikla verðbólgu í knattspyrnuheiminum og kannski er Neymar einfaldlega skýrasta birtingarmynd hennar.
Hvernig líta þessi stórmerkilegu félagsskipti annars út í stærra samhengi? Lítum á síðustu 16 heimsmet, aftur til ársins 1990.Stærsta stökkið frá kaupum Real á Ronaldo
Heimsmetið hækkaði um 9 m. punda á árunum 2009 til 2016. Í samningi Neymar var hann sagður falur fyrir 112 m. pund umfram þáverandi heimsmet, sem Manchester United greiddi Juventus fyrir Paul Pogba. Þetta hefðu flestir haldið feykinóg en hinir katörsku eigendur PSG voru tilbúnir að fjórfalda hæstu upphæð sem heimsmetið hafði áður hækkað um, en það gerðist árið 2009 þegar Christiano Ronaldo gekk til liðs við Real Madrid.Félagsskiptametið hafði ekki verið tvöfaldað síðan á eftirstríðsárunum. Þegar við lítum á fyrri heimsmet, aftur til 1990, hefur metið hækkað að jafnaði um 21%.
Helmingur frá Ítalíu
Neymar er fjórði Brasilíumaðurinn á listanum frá 1990, ásamt Ronaldo (1997), Denilson (1998) og Kaka (2009).Athygli vekur að helmingur félagsskiptanna á listanum á uppruna sinn í Seríu A. Þrír voru seldir frá Tórínóborg (Lentini frá Torino og þeir Zidane og Pogba frá Juventus) og Fiorentina, Sampdoria, Lazio, Parma og AC Milan seldu einn leikmann hvert. Sjö leikmannanna hafa auk þess farið til ítalskra liða, sá síðasti var þó Hernan Crespo sem árið 2000 færði sig um set frá Parma til Lazio. Frá aldamótum eru það Real Madrid sem hafa hvað oftast sett nýtt met eða 5 sinnum. Barcelona er ekki að sjá kaupendamegin á listanum en hafa nú fengið metupphæð í þriðja sinn.Lengsta biðin milli meta á listanum var frá því Real Madrid kræktu í Zidane árið 2001 og þar til þeir keyptu Kaka 8 árum síðar. Gæti verið að við þurfum að bíða enn lengur eftir að einhver toppi Neymar?
Nánar:
Umræður í Sportrásinni á Rás 2
Athugasemdir