Gabon-maðurinn Pierre-Emerick Aubameyang er í liði vikunnar í Meistaradeild Evrópu en UEFA tilkynnti liðið í gær.
Aubameyang skoraði bæði mörk Marseille sem vann Newcastle United, 2-1, á þriðjudag.
Þessi 36 ára framherji er að upplifa endurnýjun lífdaga í Frakklandi en hann hefur komið að sextán mörkum í sextán leikjum Marseille á tímabilinu.
Hann leiðir framlínuna með Kylian Mbappe, leikmanni Real Madrid, í liði vikunnar í Meistaradeildinni.
Vitinha hjá PSG er á miðjunni ásamt Declan Rice, leikmanni Arsenal.
Lið vikunnar: Mark Flekken (Bayer Leverkusen), Anan Khalaili
(Union St Gilloise), Jose Maria Gimenez (Atlético), Jerdy Schouten (PSV), Marc Cucurella (Chelsea), Charles De Ketelaere (Atalanta), Vitinha (PSG), Declan Rice (Arsenal), Robert Silva (FCK), Kylian Mbappe (Real Madrid), Pierre-Emerick Aubameyang (Marseille).
Introducing your Team of the Week ????@cryptocom | #UCLTOTW pic.twitter.com/GJHXyMOuzS
— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) November 27, 2025
Athugasemdir




