Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
   fös 28. nóvember 2025 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd að kaupa 17 ára miðjumann frá Kólumbíu
Mynd: EPA
Manchester United er að ganga frá kaupum á kólumbíska táningnum Cristian Orozco frá Fortaleza. Þetta segir Fabrizio Romano á X.

Orozco er 17 ára gamall miðjumaður sem er samningsbundinn Fortaleza í heimalandinu og á þrettán leiki með yngri landsliðum Kólumbíu.

Romano segir Man Utd hafa náð samkomulagi við félagið um kaup á Orozco en hann kemur til með að kosta tæp 800 þúsund pund.

Miðjumaðurinn mun ferðast til Bretlandseyja á næstu dögum til að ganga frá skiptunum og mun síðan formlega ganga í raðir United þegar hann fagnar 18 ára afmæli sínu í júlí á næsta ári.

Orozco er varnarsinnaður miðjumaður sem er sagður svipa til Moises Caicedo hjá Chelsea, en United ætlaði sér einmitt að fá Caicedo árið 2021.

Vandamál komu upp í viðræðum við umboðsmenn Caicedo og hætti United að eltast við Ekvadorann sem fór síðar til Brighton og þaðan til Chelsea fyrir metfé.
Athugasemdir
banner