Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
banner
   fös 28. nóvember 2025 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Áhugi Real Madrid horfinn
Mynd: EPA
The Athletic fjallar um það í dag að áhugi Real Madrid á Ibrahima Konate sé horfinn. Konate er miðvörður Liverpool og franska landsliðsins. Hann verður samningslaus næsta sumar.

Varnarmaðurinn hefur átt erfitt tímabil og átti sök í marki gegn PSV í Meistaradeildinni í vikunni. Hann var í kjölfarið tekinn af velli.

Vegna daprar frammistöðu á tímabilinu hefur Real ákveðið að hætta við áform sín að reyna við leikmanninn.

Konate er 26 ára og kom til Liverpool frá RB Leipzig sumarið 2021.
Athugasemdir
banner