Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
   fös 28. nóvember 2025 09:12
Elvar Geir Magnússon
Veron í sex mánaða bann fyrir að neita að standa heiðursvörð
Juan Sebastian Veron (til hægri) ásamt Christian Karembeu.
Juan Sebastian Veron (til hægri) ásamt Christian Karembeu.
Mynd: EPA
Juan Sebastian Veron, fyrrum leikmaður Manchester United, hefur verið dæmdur í sex mánaða bann af argentínska fótboltasambandinu. Hann má ekki hafa nein afskipti af fótbolta á þessum tíma.

Veron er í dag forseti Estudiantes í Argentínu, félagsins sem hann hóf og lauk leikmannaferlinum með.

Bannið fær hann þar sem hann neitaði því að standa heiðursvörð fyrir Rosario Central sem hefur verið krýnt deildarmeistari í Argentínu þar sem hann mómælti reglugerðarbreytingu sem var framkvæmd í síðustu viku.

Argentínsku deildinni er skipt í tvö mót; Apertura og Clausura. Rosario Central fékk deildarmeistaratitil, sem er nýr titill, fyrir að hafa verið með hæsta samanlagðan stigafjölda í mótunum tveimur en liðið vann hvorugt mótið.

Samkvæmt fyrri reglum hefði liðið aðeins fengið sæti í Copa Libertadores en skyndilega var búinn til nýr titill upp úr þurru. Þess má geta að Angel Di Maria spilar fyrir Rosario Central.

Eftir að deildarkeppni lýkur er farið í útsláttarkeppni en Estudiantes mótmælti fyrir leik í 16-liða úrslitum gegn Rosario á sunnudaginn. Estudiantes vann þann leik 1-0 og komst í 8-liða úrslit. Sigurvegari útsláttarkeppninnar vinnur svo argentínska meistaratilinn.

Auk refsingarinnar sem Veron fékk hafa leikmennirnir sem ekki stóðu heiðursvörð verið dæmdir í tveggja leikja bann sem þeir taka út á næsta tímabili. Þeim leikbönnum verður dreift svo það verði ekki of margir í banni í einu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner