Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
   fös 28. nóvember 2025 13:05
Elvar Geir Magnússon
Yrði himinlifandi ef hann framlengdi
Bernardo Silva.
Bernardo Silva.
Mynd: EPA
Fótboltafréttamaðurinn og skúbbarinn Fabrizio Romano sagði frá því í vikunni að portúgalski miðjumaðurinn Bernardo Silva myndi yfirgefa Manchester City þegar samningur hans rennur út næsta sumar.

Pep Guardiola, stjóri City, vill halda þessum 31 árs leikmanni.

„Ég vil Bernardo Silva og hans fjölskyldu allt það besta. Ég yrði himinlifandi ef hann myndi framlengja níu ára dvöl sína hjá félaginu," segir Guardiola.

„Ef hann vill vera áfram væri það frábært en þetta er mál sem ég ræði ekki við hann. Hann tekur þá ákvörðun sem er best fyrir sig."

Silva er fyrirliði City en hann kom til félagsins 2017 frá Mónakó. Hann hefur unnið Englandsmeistaratitilinn sex sinnum með City og Meistaradeildina einu sinni.

City tekur á móti Leeds United á morgun. Guardiola sagði frá því á fréttamannafundi í dag að Rodri væri ekki enn orðinn klár en það væri ekki langt í spænska miðjumanninn.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 16 11 3 2 30 10 +20 36
2 Man City 16 11 1 4 38 16 +22 34
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 16 8 4 4 27 15 +12 28
5 Crystal Palace 16 7 5 4 20 15 +5 26
6 Man Utd 16 7 5 4 30 26 +4 26
7 Liverpool 16 8 2 6 26 24 +2 26
8 Sunderland 16 7 5 4 19 17 +2 26
9 Everton 16 7 3 6 18 19 -1 24
10 Brighton 16 6 5 5 25 23 +2 23
11 Tottenham 16 6 4 6 25 21 +4 22
12 Newcastle 16 6 4 6 21 20 +1 22
13 Bournemouth 16 5 6 5 25 28 -3 21
14 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
15 Brentford 16 6 2 8 22 25 -3 20
16 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
17 Leeds 16 4 4 8 20 30 -10 16
18 West Ham 16 3 4 9 19 32 -13 13
19 Burnley 16 3 1 12 18 33 -15 10
20 Wolves 16 0 2 14 9 35 -26 2
Athugasemdir
banner
banner