Góðan og gleðilegan föstudag. Það er spennandi helgi framundan í boltanum. Hér er slúðurpakki dagsins en BBC tekur daglega saman það helsta sem verið er að fjalla um.
Brasilíski framherjinn Vinicius Jr (25) hefur færst nær því a skrifa undir nýjan samning við Real Madrid eftir að hann lækkaði launakröfur sínar. Núgildandi samningur hans rennur út 2027. (Mundo Deportivo)
Mikið hefur verið fjallað um óánægju Vinicius Jr hjá Real Madrid og hefur Manchester United sett sig í samband við umboðsmenn hans. Manchester City er líklegt til að blanda sér í barátuna ef Brasilíumaðurinn ákveur að yfirgefa spænska liðið. (Caught Offside)
Liverpool veltir því fyrir sér hvort félagið eigi að gera Bournemouh tilboð í vængmanninn Antoine Semenyo (25) í janúar eða bíða til sumars þegar Manchester City er líklegt til að taka þátt í kapphlaupinu. (i Paper)
Ange Postecoglou, fyrrum stjóri Nottingham Forest og Tottenham, og Brendan Rodgers, fyrrum stjóri Celtic, koma til greina til að taka við Leeds af Daniel Farke sem er undir mikilli pressu. (TalkSport)
Manchester City hefur sýnt spænska miðjumanninum Rodrigo Mendoza (20) hjá Elche áhuga. Arsenal og Real Madrid hafa verið að fylgjast með honum. (Mail)
Carlo Ancelotti, landsliðsþjálfari Brasilíu, er í viðræðum um að framlengja samning sinn. Núgildandi samningur er út HM 2026. (ESPN)
Sheffield Wednesday í Championship-deildinni gæti samið við Duncan Watmore (21), fyrrum framherja Middlesbrough, en hann er félagslaus og hefur æft með miðvikudagsmönnum. (Sky Sports News)
Leeds United hefur sent fyrirspurn til Manchester City varðandi Kalvin Phillips (29). Leeds vill fá hann aftur til félagsins á láni en ólíklegt er að af því verði. Félög í Frakklandi, Spáni og Þýskalandi hafa einnig áhuga á miðjumanninum. (Mirror)
Stoke, Norwich og Portsmouth fylgjast með brasilíska vængmanninum Andre Luiz (23) hjá Rio Ave. Úrvalsdeildarfélögin Brentford og Sunderland hafa einnig sýnt honum áhuga. (A Bola)
Nottingham Forest hefur sent fyrirspurn til Pogon Szczecin varðandi pólska framherjann efnilega Adrian Przyborek (18). (Teamtalk)
Athugasemdir



