Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   lau 21. september 2019 17:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jóhannes Karl: Klárt að KR sem klúbbur þarf að gera miklu miklu betur
Jóhannes Karl á hliðarlínuni í bikarúrslitaleiknum.
Jóhannes Karl á hliðarlínuni í bikarúrslitaleiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er hundfúl. Við vildum meira og vildum gera betur. Þetta er fótbolti, þú færð það sem þú átt skilið," sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR, eftir 3-1 tap á útivelli gegn Stjörnunni í lokaumferð Pepsi Max-deildar kvenna.

Lestu um leikinn: Stjarnan 3 - 1 KR.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni - Viðtalið er með lengra móti.

Staðan var 1-1 í hálfleik en í seinni hálfleik var Stjarnan talsvert sterkara liðið. KR hafði aftur á móti spilað betur í fyrri hálfleiknum.

„Við sköpum mikið af færum í fyrri hálfleik. Við nýtum okkur svæði sem Stjarnan býður okkur upp á með sinni nálgun. Mér fannst við sterkari í fyrri hálfleik. Stjarnan endurskipuleggur sig í hálfleik og kemur mjög sterk út og spiluðu vel upp á okkar veikleika."

„Mér fannst vanta neista í stöðunni 2-1. Í staðinn fyrir að við rífum okkur upp í þeirri stöðu þá efldist Stjarnan og við eigum ekki "breik" í þær eftir það."

„Það sem gerist í seinni hálfleiknum er það að leikmenn urðu fullrólegar á boltann og í staðinn fyrir að treysta hvor annarri þá förum við að leita að einhverjum opnunum sem voru ekki til staðar."

Jóhannes var í kjölfarið spurður út í tímabilið í heild sinni.

„Ég myndi segja að það hafi verið stígandi í KR liðinu í sumar. Árangurinn er betri en í fyrra. Það er alveg klárt samt að KR sem klúbbur þarf að gera miklu miklu betur en það vonandi byrjar bara núna."

„Það gaf þessu svolítið gildi að komast í bikarúrslitaleikinn. Það er það jákvæðasta ásamt því að leikmenn gáfust aldrei upp þrátt fyrir vonda stöðu á tímabili."

„Mestu vonbrigðin eru að enda þetta á tveimur töpum. Ég er hundfúll með það ef leikmenn KR eru í alvörunni sáttir búnir að bjarga sér frá falli. Hungrið verður að vera meira ef við ætlum að taka næsta skref."

Framtíð Kalla var svo næst til umfræðu.

„Framtíðin mun skýrast á næstu dögum. Ég hef vilja til að halda áfram. Það hefur verið gaman að koma aftur. Maður er háður þessu og þegar maður er kominn af stað þá vill maður gera meira."

Umræðan endaði með leikmannavangaveltum fyrir komandi leiktíð sem og hvað Kalli ætlar að gera með KR liðið ef hann fær að halda áfram með liðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner