Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   lau 21. september 2019 17:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jóhannes Karl: Klárt að KR sem klúbbur þarf að gera miklu miklu betur
Jóhannes Karl á hliðarlínuni í bikarúrslitaleiknum.
Jóhannes Karl á hliðarlínuni í bikarúrslitaleiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er hundfúl. Við vildum meira og vildum gera betur. Þetta er fótbolti, þú færð það sem þú átt skilið," sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR, eftir 3-1 tap á útivelli gegn Stjörnunni í lokaumferð Pepsi Max-deildar kvenna.

Lestu um leikinn: Stjarnan 3 - 1 KR.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni - Viðtalið er með lengra móti.

Staðan var 1-1 í hálfleik en í seinni hálfleik var Stjarnan talsvert sterkara liðið. KR hafði aftur á móti spilað betur í fyrri hálfleiknum.

„Við sköpum mikið af færum í fyrri hálfleik. Við nýtum okkur svæði sem Stjarnan býður okkur upp á með sinni nálgun. Mér fannst við sterkari í fyrri hálfleik. Stjarnan endurskipuleggur sig í hálfleik og kemur mjög sterk út og spiluðu vel upp á okkar veikleika."

„Mér fannst vanta neista í stöðunni 2-1. Í staðinn fyrir að við rífum okkur upp í þeirri stöðu þá efldist Stjarnan og við eigum ekki "breik" í þær eftir það."

„Það sem gerist í seinni hálfleiknum er það að leikmenn urðu fullrólegar á boltann og í staðinn fyrir að treysta hvor annarri þá förum við að leita að einhverjum opnunum sem voru ekki til staðar."

Jóhannes var í kjölfarið spurður út í tímabilið í heild sinni.

„Ég myndi segja að það hafi verið stígandi í KR liðinu í sumar. Árangurinn er betri en í fyrra. Það er alveg klárt samt að KR sem klúbbur þarf að gera miklu miklu betur en það vonandi byrjar bara núna."

„Það gaf þessu svolítið gildi að komast í bikarúrslitaleikinn. Það er það jákvæðasta ásamt því að leikmenn gáfust aldrei upp þrátt fyrir vonda stöðu á tímabili."

„Mestu vonbrigðin eru að enda þetta á tveimur töpum. Ég er hundfúll með það ef leikmenn KR eru í alvörunni sáttir búnir að bjarga sér frá falli. Hungrið verður að vera meira ef við ætlum að taka næsta skref."

Framtíð Kalla var svo næst til umfræðu.

„Framtíðin mun skýrast á næstu dögum. Ég hef vilja til að halda áfram. Það hefur verið gaman að koma aftur. Maður er háður þessu og þegar maður er kominn af stað þá vill maður gera meira."

Umræðan endaði með leikmannavangaveltum fyrir komandi leiktíð sem og hvað Kalli ætlar að gera með KR liðið ef hann fær að halda áfram með liðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner