Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
   lau 21. september 2019 16:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristján: Sumir leikmenn orðnir landsleikjaleikmenn en ekki félagsleikmenn
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við áttum ekki góðan fyrri hálfleik en liðið snýr leiknum. Alltof margir leikmenn sem voru langt frá sínu venjulega standi í fyrri hálfleik en gott spjall í hálfleik varð til þess að við kláruðum þetta í seinni," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 3-1 heimasigur á KR í lokaumferð Pepsi Max-deildar kvenna í dag.

Lestu um leikinn: Stjarnan 3 - 1 KR.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni.

Shameeka Fisher og Diljá Ýr Zomers voru sérstaklega öflugar hjá Stjörnunni í dag.

„Við ætluðum að fara með sóknarleikinn í gegnum Shameeka og Diljá, sérstaklega í seinni hálfleiknum eða þá í gegnum Birnu."

Stjarnan var einungis með fjóra varamenn á bekknum í leiknum í dag. Stjarnan lék án t.a.m. Sigrúnar Ellu, Hildigunnar, Anítu og Jönu í leiknum í dag.

„Það eru sumir okkar leikmenn orðnir landsleikjaleikmenn en ekki félagsleikmenn. Svo eru meiðsli og veikindi hjá okkur. Við vorum komnir ansi langt í yngri flokkana til að manna bekkinn."

„Markahæsti leikmaðurinn hjá okkur, Hildigunnur (Ýr Benediktsdóttir) er búin að spila fleiri landsleiki en deildarleiki á árinu."


Stjarnan endar með sigrinum í fimmta sæti deildarinnar og var Kristján spurður hvort hann teldi það ásættanlegt.

„Miðað við allt og hvernig tímabilið þróaðist þá myndi ég telja að þetta sé hrikalega vel gert hjá leikmönnunum að klára fimmta sætið. Í síðasta landsleikjahléi vorum við að fara í fallbaráttuslag gegn Keflavík. Miðað við allt sem hefur gerst þá eru stelpurnar að skila hrikalega góðu verki."

Kristján var svo spurður út í umræðuna sem myndaðist um mitt sumar að illa gengi hjá Stjörnuliðinu að skora og hvernig hópurinn liti út upp á næstu leiktíð.
Athugasemdir