Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
banner
   lau 21. september 2019 16:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristján: Sumir leikmenn orðnir landsleikjaleikmenn en ekki félagsleikmenn
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við áttum ekki góðan fyrri hálfleik en liðið snýr leiknum. Alltof margir leikmenn sem voru langt frá sínu venjulega standi í fyrri hálfleik en gott spjall í hálfleik varð til þess að við kláruðum þetta í seinni," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 3-1 heimasigur á KR í lokaumferð Pepsi Max-deildar kvenna í dag.

Lestu um leikinn: Stjarnan 3 - 1 KR.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni.

Shameeka Fisher og Diljá Ýr Zomers voru sérstaklega öflugar hjá Stjörnunni í dag.

„Við ætluðum að fara með sóknarleikinn í gegnum Shameeka og Diljá, sérstaklega í seinni hálfleiknum eða þá í gegnum Birnu."

Stjarnan var einungis með fjóra varamenn á bekknum í leiknum í dag. Stjarnan lék án t.a.m. Sigrúnar Ellu, Hildigunnar, Anítu og Jönu í leiknum í dag.

„Það eru sumir okkar leikmenn orðnir landsleikjaleikmenn en ekki félagsleikmenn. Svo eru meiðsli og veikindi hjá okkur. Við vorum komnir ansi langt í yngri flokkana til að manna bekkinn."

„Markahæsti leikmaðurinn hjá okkur, Hildigunnur (Ýr Benediktsdóttir) er búin að spila fleiri landsleiki en deildarleiki á árinu."


Stjarnan endar með sigrinum í fimmta sæti deildarinnar og var Kristján spurður hvort hann teldi það ásættanlegt.

„Miðað við allt og hvernig tímabilið þróaðist þá myndi ég telja að þetta sé hrikalega vel gert hjá leikmönnunum að klára fimmta sætið. Í síðasta landsleikjahléi vorum við að fara í fallbaráttuslag gegn Keflavík. Miðað við allt sem hefur gerst þá eru stelpurnar að skila hrikalega góðu verki."

Kristján var svo spurður út í umræðuna sem myndaðist um mitt sumar að illa gengi hjá Stjörnuliðinu að skora og hvernig hópurinn liti út upp á næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner