Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   mán 21. september 2020 23:17
Kristófer Jónsson
Brynjar Björn: Sanngjörn úrslit
Brynjar Björn sendi pillu á dómara.
Brynjar Björn sendi pillu á dómara.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var nokkuð léttur eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn Víking R. í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

„Þetta var fjörugur leikur. Bæði lið voru að spila skemmtilegan fótbolta og það var mikill hraði í þessu og 1-1 sennilega sanngjörn úrslit miðað við færi sem bæði lið fengu." sagði Brynjar eftir leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  1 HK

Staðan var markalaus þegar að flautað var til hálfleiks en þá höfðu bæði lið fengið nokkur góð færi til að skora.

„Við náðum að setja ágætis pressu á þá hátt uppá vellinum og náðum að koma okkur í góðar stöður en við vorum ekki alveg nógu klókir til að binda endahnútinn í því uppspili að skora mark. En þetta var opinn leikur og ef okkar varnarvinna var ekki góð hefðu þeir skorað mark. Þetta var svolítið fram og til baka."

Valgeir Valgeirsson, leikmaður HK, fékk snemma leiks að líta gula spjaldið fyrir leikaraskap þegar að hann féll við í vítateig Víkinga.

„Ég held að það séu kominn óteljandi atvik þar sem að Valgeir hefur verið spjaldaður fyrir leikaraskap en svo hefur það sýnt sig í sjónvarpinu að það hefur verið snerting. Þannig að hann sé að fá annað gult spjald fyrir dýfu í dag er bara glórulaust. Dómarar verða aðeins að fara að róa sig í þessu. Það er vont fyrir alla að það sé verið að spjalda í gríð og erg." sagði Brynjar Björn um atvikið.

Nánar er rætt við Brynjar Björn í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner