Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 21. september 2022 12:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkust í 16. umferð - Að finna taktinn eftir erfiða dvöl í Svíþjóð
Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er Steypustöðin sem færir þér leikmann umferðarinnar í Bestu deildinni. Agla María Albertsdóttir er leikmaður 16. umferðar.

Agla María gerði tvö mörk er Breiðablik vann góðan heimasigur gegn Aftureldingu, 3-0.

Sjá einnig:
Sterkasta lið 16. umferðar - Tvær sem eru í fimmta sinn

„Tvö mörk og sífelld ógn frá Öglu Maríu sem var mjög lífleg í kvöld," skrifaði Mist Rúnarsdóttir í skýrslu sinni frá leiknum.

Agla María sneri aftur í Breiðablik um mitt sumar eftir að hafa fengið fá tækifæri hjá Häcken í Svíþjóð. Hún hefur komið sterk inn í lið Blika og virðist vera að fá meira sjálfstraust með hverjum leiknum.

„Þegar hún er á deginum sínum þá er ósköp fátt sem stoppar hana. Hún er frábær í fótbolta og hefur haft rosalega gott af því að fá nokkra leiki þar sem hún hefur fengið að spila í 90 mínútur," sagði fyrrum landsliðskonan, Harpa Þorsteinsdóttir, um Öglu Maríu í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport á dögunum.

Agla María var ekki með íslenska landsliðinu gegn Hollandi fyrr í þessum mánuði vegna meiðsla. Hún snýr líklega aftur í hópinn þegar liðið spilar leik í umspili fyrir HM í næsta mánuði.

„Hún er klárlega styrkur fyrir landsliðið. Að geta verið með hana í þessu formi er frábært," segir Harpa.

Sjá einnig:
Sterkust í 1. umferð - Ana Paula Santos Silva (Keflavík)
Sterkust í 2. umferð - Samantha Leshnak Murphy (Keflavík)
Sterkust í 3. umferð - Arna Eiríksdóttir (Þór/KA)
Sterkust í 4. umferð - Ásta Eir Árnadóttir (Breiðablik)
Sterkust í 5. umferð - Júlíana Sveinsdóttir (ÍBV)
Sterkust í 6. umferð - Sandra Sigurðardóttir (Valur)
Sterkust í 7. umferð - Birta Georgsdóttir (Breiðablik)
Sterkust í 8. umferð - Katla Tryggvadóttir (Þróttur R.)
Sterkust í 9. umferð - Samantha Leshnak Murphy (Keflavík)
Sterkust í 10. umferð - Jasmín Erla Ingadóttir (Stjarnan)
Sterkust í 11. umferð - Málfríður Erna Sigurðardóttir (Stjarnan)
Sterkust í 12. umferð - Eva Ýr Helgadóttir (Afturelding)
Sterkust í 13. umferð - Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Þróttur R.)
Sterkust í 14. umferð - Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Valur)
Sterkust í 15. umferð - Sandra María Jessen (Þór/KA)
Athugasemdir
banner
banner