Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 21. september 2022 14:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Íhuga í fyrsta sinn að reka Allegri - Conte fyrsti kostur
Max Allegri.
Max Allegri.
Mynd: Getty Images
Juventus íhugar nú að reka þjálfarann Max Allegri og ráða Antonio Conte í staðinn.

Fjölmiðlamaðurinn Tancredi Palmeri segir frá því að Juventus sé í fyrsta sinn að íhuga það að reka Allegri.

Það gengur illa hjá Juventus, liðið er í áttunda sæti ítölsku A-deildarinnar og hefur tapað báðum Meistaradeildarleikjum sínum til þessa.

Það er vaxandi óánægja meðal stuðningsmanna og pressan eykst á Allegri. Núna segir Palmeri að Juventus sé að íhuga að rifta samningi þjálfarans út af lélegum árangri og lélegri spilamennsku.

Palmeri segir jafnframt frá því að Juve sé búið að setja sig í samband við sinn fyrrum stjóra, Conte, sem er núna stýrir Tottenham. Félagið sé að hugsa til þess að hann muni taka við eftir tímabilið og hefur Conte sjálfur ekki útilokað það. Hann náði stórkostlegum árangri með liðið frá 2011 til 2014.
Athugasemdir
banner
banner
banner