Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fim 21. september 2023 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar hló að lokaspurningunni: Við mætum á réttum tíma
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var til viðtals eftir leikinn gegn KR í gær. Víkingur missteig sig í fyrsta sinn í deildinni frá því 8. júlí, niðurstaðan 2-2 jafntefli og rúmlega tveggja mánaða sigurganga tók enda.

Næsti leikur Víkings er á útivelli gegn Breiðabliki og fær liðið annað tækifæri þar til að klára titilinn, að því gefnu að Valur klári sinn leik gegn KR með sigri á sunnudag. Ef Valur misstígur sig verður Víkingur orðinn meistari.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 KR

Mikill rígur er milli Víkings og Breiðabliks og eru tveir af eftirminnilegri leikjum sumarsins viðureignir þessara liða. Í síðasta leik mættu Blikar skömmu fyrir leik í Víkinni og voru í kjölfarið sektaðir fyrir það af KSÍ.

Sjá einnig:
Breiðablik virti ekki fjórar reglur og fær sekt - Framkoman sé óásættanleg

Arnar var spurður út í leikinn gegn Breiðabliki í viðtali í gær. Kyndir það ennþá meira undir Víkinga að geta tryggt sér titilinn á Kópavogsvelli?

„Ég held það gerist bara ekki betri saga en að tryggja okkur titilinn þar. Væntanlega verða þeir snarvitlausir í að láta okkur ekki fagna á sínum heimavelli, nákvæmlega eins og við myndum gera hérna í þeirra sporum. Þeir hafa að miklu að keppa, eru allt í einu komnir í baráttu um Evrópusæti. Er þetta ekki bara það sem knattspyrnuáhugamenn vilja? Að það sé alvöru leikur á Kópavogsvelli þar sem allt er undir," sagði Arnar.

Hann var spurður hvort Víkingar ætli sér að mæta á réttum tíma á Kópavogsvöll. Arnar hló áður en hann svaraði.

„Já, við mætum á réttum tíma, fyllum út leikskýrslu á réttum tíma og gerum allt eins og lög og reglur segja til um," sagði Arnar.
Arnar Gunnlaugs: Þetta er bara svo mannlegt eðli
Athugasemdir
banner
banner