Liverpool hefur sína vegferð í Evrópudeildinni í dag er þeir heimsækja LASK frá Linz í Austurríki.
Búið er að opinbera byrjunarlið Liverpool fyrir leikinn og má sjá það hér fyrir neðan.
Búið er að opinbera byrjunarlið Liverpool fyrir leikinn og má sjá það hér fyrir neðan.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, gerir ellefu breytingar á byrjunarliði sínu frá leiknum gegn Úlfunum um liðna helgi.
Stefan Bajcetic spilar sinn fyrsta leik á tímabilinu en hann virðist byrja í hægri bakverði sem er athyglisvert. Hann er miðjumaður að upplagi en mun líklega koma mikið inn á miðsvæðið í leiknum.
Ryan Gravenberch kom inn á í lokin gegn Úlfunum en hann byrjar í fyrsta sinn fyrir Liverpool í dag.
Flautað verður til leiks klukkan 16:45.
Byrjunarlið Liverpool: Kelleher, Bajcetic, van Dijk, Konate, Tsimikas, Elliott, Gravenberch, Endo, Doak, Nunez, Diaz.
(Varamenn: Alisson, Gomez, Szoboszlai, Mac Allister, Salah, Jones, Gakpo, Jota, Robertson, Matip, Jaros, Quansah)
Athugasemdir