
Brynjar Björn Gunnarsson er samningsbundinn Grindavík út næsta tímabil. Hann sagði frá því í viðtali við Fótbolta.net eftir lokaumferðina í Lengjudeildinni. Brynjar tók við í lok júlí eftir að Helgi Sigurðsson lét af störfum sem þjálfari liðsins. Undir stjórn Brynjars batnaði árangur liðsins.
Undir stjórn Brynjars náði Grindavík í 13 stig í átta leikjum og fékk liðið fimmtán stig í fjórtán umferðum undir stjórn Helga.
Grindavík endaði í sjötta sæti Lengjudeildarinnar sem eru vonbrigði, liðið ætlaði sér upp um deild en átti áður en síðustu tvær umferðirnar voru leiknar ekki möguleika á því að ná sæti í úrslitakeppninni.
Fótbolti.net ræddi við Hauk Guðberg Einarsson sem er formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur. Hann var spurður út í þjálfara- og leikmannamál Grindavíkur.
Undir stjórn Brynjars náði Grindavík í 13 stig í átta leikjum og fékk liðið fimmtán stig í fjórtán umferðum undir stjórn Helga.
Grindavík endaði í sjötta sæti Lengjudeildarinnar sem eru vonbrigði, liðið ætlaði sér upp um deild en átti áður en síðustu tvær umferðirnar voru leiknar ekki möguleika á því að ná sæti í úrslitakeppninni.
Fótbolti.net ræddi við Hauk Guðberg Einarsson sem er formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur. Hann var spurður út í þjálfara- og leikmannamál Grindavíkur.
„Orri Freyr Hjaltalín steig inn í teymið tímabundið á meðan Brynjar var að skoða hlutina. Það er ósk Brynjars að landa Orra sem aðstoðarþjálfara, alltaf verið draumur hans að vinna með Orra. Við erum svo að skoða styrktarþjálfara, erum með fjóra á blaði," segir Haukur.
„Brynjar og Orri þekktust ekki áður en þeir byrjuðu að vinna saman. Þeir hafa báðir komið hvor öðrum á óvart, ná rosalega vel saman."
Vilja halda Marko og Óskari
Nokkrir leikmenn eru að verða samningslausir hjá Grindavík eru að renna út á samningi. Það er nokkuð ljóst miðað við spilaðar mínútur í sumar að Alexander Veigar Þórarinsson verður ekki með á næsta tímabili. En hvernig standa málin með Óskar Örn Hauksson og Marko Vardic?
„Varðandi Marko, það er tekist hart á þar að reyna semja við hann áfram," sagði Haukur. En hvað þýðir að takast hart á? Eru önnur íslensk félög að reyna fá Marko? „Svo segir umboðsmaðurinn."
„Við erum búnir að bjóða Óskari áframhaldandi samning. Hann er að skoða það með fjölskyldu sinni," sagði Haukur. Óskar Örn verður fertugur á næsta ári.
Kristófer Páll Viðarsson er samningsbundinn Grindavík en lék með Reyni Sandgerði á láni í sumar. Er samtal hafið við hann hvernig hann vill haga sinni framtíð?
„Það fer bara í gegnum Brynjar. Kristófer fær að vita æfingaprógramið hjá okkur og mætir svo á æfingar þegar þær hefjast."
„Það eru einhver hlaup og hreyfing hjá mönnum í þessari viku en svo tekur við frí út október," sagði Haukur að lokum þegar hann var spurður út í hvenær Grindavík myndi byrja að æfa aftur.
Athugasemdir