Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fim 21. september 2023 21:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Evrópudeildin: Kudus skoraði í sigri - Brighton tapaði
Mynd: EPA

James Ward-Prowse hefur byrjað hrikalega vel í búningi West Ham og hann hélt uppteknum hætti þegar liðið lagði TSC frá Serbíu í kvöld.


West Ham lenti undir snemma í seinni hálfleik en jafnaði metin, Nemanja Petrovic varnarmaður TSC varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Mohammed Kudus var í byrjunarliði West Ham í fyrsta sinn og skoraði sitt fyrsta mark og kom West Ham yfir. Tomas Soucek gulltryggði sigur West Ham. Ward-Prowse lagði upp bæði mörkin.

Joao Pedro skoraði bæði mörk Brighton þegar liðið tapaði gegn AEK frá Grikklandi. Leiknum lauk með 3-2 sigri AEK.

Kristian Nökkvi Hlynsson hefur verið að fá tækifæri með aðalliði Ajax undanfarið en hann var ekki í leikmannahópnum þegar liðið gerði sex marka jafntefli gegn Marseille. Pierre Emerick Aubameyang skoraði tvö mörk fyrir Marseille.

Ajax 3 - 3 Marseille
1-0 Carlos Forbs ('9 )
2-0 Steven Berghuis ('20 )
2-1 Jonathan Clauss ('23 )
2-2 Pierre Emerick Aubameyang ('38 )
3-2 Kenneth Taylor ('52 )
3-3 Pierre Emerick Aubameyang ('78 )
Rautt spjald: Silvano Vos, Ajax ('90)

Brighton 2 - 3 AEK
0-1 Djibril Sidibe ('11 )
1-1 Joao Pedro ('30 , víti)
1-2 Mijat Gacinovic ('40 )
2-2 Joao Pedro ('67 , víti)
2-3 Ezequiel Ponce ('84 )

Sparta Praha 3 - 2 Aris Limassol
0-1 Aleksandr Kokorin ('11 , víti)
1-1 Ladislav Krejci ('20 )
2-1 Ladislav Krejci ('25 )
3-1 Martin Vitik ('67 )
3-2 Shavy Warren Babicka ('90 )

Rangers 1 - 0 Betis
1-0 Abdallah Sima ('68 )

Atalanta 2 - 0 Rakow
1-0 Charles De Ketelaere ('49 )
2-0 Ederson ('66 )

Sturm 1 - 2 Sporting
1-0 William Boving ('58 )
1-1 Viktor Gyokeres ('76 )
1-2 Ousmane Diomande ('84 )


Athugasemdir
banner
banner