Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fim 21. september 2023 18:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Evrópudeildin: Liverpool kom til baka - Panathinaikos vann Villarreal
Salah kom inn á og skoraði
Salah kom inn á og skoraði
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Jurgen Klopp gerði ellefu breytingar á byrjunarliði Liverpool þegar liðið mætti LASK í Austurríki í fyrstu umferð Evrópudeildarinnar í dag.

Liverpool lenti undir þegar Florian Flecker skoraði með stórkostlegu skoti eftir hornspyrnu og voru heimamenn því marki yfir í hálfleik.

Liverpool fékk vítaspyrnu eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik þegar brotið var á Luis Diaz inn í teignum og Darwin Nunez steig á punktinn og skoraði.

Ryan Gravenberch var í fyrsta sinn í byrjunarliði Liverpool í dag og hann lagði upp mark á Luis Diaz sem kom Liverpool í forystu. Mohamed Salah kom inn á sem varamaður fyrir Gravenberch og hann gulltryggði Liverpool sigur með marki undir lok leiksins.

Union St. Gilloise og Toulous gerðu jafntefli í sama riðli, E riðli.

Hörður Björgvin Magnússon var í byrjunarliði Panathinaikos sem lagði Villarreal 2-0 á heimavelli. Valgeir Lunddal sat allan tímann á varamannabekknum þegar Hacken steinlá gegn Bayer Leverkusen.

Þá vann Roma sigur á Sheriff á útivelli en Roma komst yfir seint í uppbótatíma fyrri hálfleiks. Sheriff jafnaði metin en Romelu Lukaku tryggði Roma sigurinn.

St. Gilloise 1 - 1 Toulouse (Ólokið)
0-1 Thijs Dallinga ('45 , víti)
1-1 Mohamed Amoura ('69 )

LASK Linz 1 - 3 Liverpool
1-0 Florian Flecker ('14 )
1-1 Darwin Nunez ('56 , víti)
1-2 Luis Diaz ('63 )
1-3 Mohamed Salah ('88 )

Panathinaikos 2 - 0 Villarreal
1-0 Fotis Ioannidis ('38 )
2-0 Andraz Sporar ('78 )

Rennes 3 - 0 Maccabi Haifa
1-0 Ludovic Blas ('1 )
2-0 Adrien Truffert ('31 )
3-0 Bertug Yildirim ('55 )

Servette 0 - 2 Slavia Praha
0-1 Lukas Masopust ('32 )
0-2 Igoh Ogbu ('59 )

Sherif 1 - 2 Roma
0-1 Leandro Paredes ('45 )
1-1 Cristian Tovar ('57 )
1-2 Romelu Lukaku ('65 )

Bayer 4 - 0 Hacken
1-0 Florian Wirtz ('10 )
2-0 Amine Adli ('16 )
3-0 Victor Boniface ('66 )
4-0 Jonas Hofmann ('70 )

Qarabag 1 - 0 Molde
1-0 Leandro Andrade ('56 )


Athugasemdir
banner
banner