Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fim 21. september 2023 10:30
Elvar Geir Magnússon
Fær miklu lægri laun hjá Barcelona
Joao Felix fer vel af stað hjá Barcelona og er með þrjú mörk og eina stoðsendingu í tveimur byrjunarliðsleikjum.

Felix tók á sig mikla launalækkun til að ganga í raðir Barcelona á gluggadeginum, á láni frá Atletico Madrid.

„Já það er satt að ég gaf eftir umtalsverðan hluta af launum mínum til að fá þessi skipti. En ég þurfti að skipta um lið, ég þurfti að fara í lið þar sem ég gæti spilað minn fótbolta. Ég trúði því alltaf að þetta væri rétta liðið. Hlutirnir ganga vel og ég þurfti að gera þetta til að finna leikgleðina aftur," segir Felix.

Einhverjir fjölmiðlar segja að Felix fái 400 þúsund evrur fyrir tímabilið en það eru 15-20 sinnum lægri upphæð en laun hans voru hjá Atletico Madrid.

„Ég náði ekki að aðlagast hugmyndafræði Atletico Madrid, og leikstíl þjálfarans," segir Felix en samband hans og Diego Simeone, stjóra Atletico, var alls ekki upp á það besta.
Athugasemdir
banner
banner