Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fim 21. september 2023 11:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Glódís: Hugsa að litla ég hefði verið ótrú­lega stolt af þessu
Glódís er fyrirliði Bayern München.
Glódís er fyrirliði Bayern München.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta kom mér á óvart. Ég bjóst ekki við þessu," sagði Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði, er hún sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag.

Hún var þá að tala um útspil Bayern München í gær er félagið tilkynnti nýjan samning hennar með auglýsingu í verslun félagsins í München.

Glódís var orðuð við Arsenal í sumar en hún ætlar að vera áfram hjá Bayern og það eru fréttir sem stuðningsmenn félagsins eru gríðarlega ánægðir með. Þetta eru stórar fréttir fyrir stórveldið frá Bæjaralandi.

Eftir að það var tilkynnt að hún væri búin að skrifa undir nýjan samning þá mátti sjá stóra auglýsingu um það í opinberri verslun félagsins í München en þetta er í fyrsta skipti þar sem leikmaður kvennaliðs félagsins fær svona auglýsingu eftir framlengingu á samningi.

„Þetta var gæsa­húðar­augna­blik og ég hugsa að litla ég hefði verið ótrú­lega stolt af þessu, að þau væru að gera þetta. Þetta er ekki bara fyr­ir mig held­ur fyr­ir kvenna­fót­bolta yfir höfuð, að þau séu að setja þenn­an metnað í að kynna leik­menn­ina sína og búa til áhuga í kringum það sem fær fólk á völl­inn."

„Þetta býr til áhuga og um­tal, allt sem við vilj­um," sagði Glódís jafnframt.


Athugasemdir
banner
banner