Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fim 21. september 2023 17:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi í hóp á morgun - „Var með nokkra möguleika á Íslandi"
Spilar mögulega fyrsta leikinn á morgun
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Lyngby
Gylfi Þór Sigurðsson vonast til þess að spila sinn fyrsta leik fyrir Lyngby annað kvöld þegar liðið mætir Vejle á heimavelli.

Gylfi samdi við Lyngby á dögunum en hann hefur verið að koma sér aftur í form, eftir að hafa ekki spilað fótbolta í tvö ár.

Hann settist niður með fjölmiðlateymi Lyngby fyrir stuttu og ræddi um endurkomuna í fótboltann.

„Ég valdi Lyngby aðallega út af Frey (Alexanderssyni). Ég talaði líka við Alfreð (Finnbogason) um félagið. Allt sem þeir höfðu að segja var mjög jákvætt og þetta virtist bara vera rétti staðurinn fyrir mig til þess að spila fótbolta aftur," segir Gylfi.

Hann æfði með Val hér á landi fyrr í sumar en hann segist hafa verið með möguleika hér á landi, sem og annars staðar.

„Ég var með nokkra möguleika á Íslandi. Það var eitthvað sem ég skoðaði því ég vildi vera nálægt dóttur minni og eiginkonu. Mér leið vel heima á Íslandi. Ég var líka með önnur tilboð í Evrópu og fyrir utan Evrópu."

Er að koma sér í form
Gylfi segir að það hafi gengið vel að koma sér í form en hann vonast til að vera með annað kvöld. Lyngby hefur farið vel af stað á tímabilinu og Gylfi vonast til að geta hjálpað inn á vellinum.

„Líkamlega líður mér betur núna en í síðustu viku. Ég er að bæta mig á hverjum degi," segir Gylfi.

„Ég verð að vera þolinmóður næstu 4-6 vikur, og örugglega lengur. Þetta mun taka tíma en ég mun gera allt til þess að komast aftur í mitt besta stand."

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner