Kærasta Kamil Grabara, markvarðar FC Kaupmannahafnar, hefur fengið fjölmargar morðhótanir eftir ummæli sem markvörðurinn lét falla eftir jafntefli gegn Galatasaray í Meistaradeildinni í gær.
FCK komst í 2-0 þökk sé Mohamed Elyounoussi og Diogo Goncalves en eftir að Elias Jelert fékk að líta rauða spjaldið hrundi allt niður og gaf það Galatasaray færi á að skora tvö.
„Við áttum skilið að fara með öll þrjú stigin frá þessari skítaholu, en svona er lífið. Við höldum áfram fram veginn," sagði Grabara á Instagram eftir leikinn.
Hann sagði einnig við fréttamann eftir leik að stuðningsmenn Fenerbahce væru háværari.
Þessi ummæli markvarðarins féllu alls ekki vel í kramið hjá stuðningsmönnum Galatasaray sem eru margir hverjir blóðheitir.
Þetta hefur bitnað á kærustu hans sem hefur fengið margar morðhótanir en hún sýndi frá því á samfélagsmiðlum.
???? Kamil Grabara's wife shares '300 death threats' after goalkeeper calls Galatasaray stadium a 's***hole' pic.twitter.com/JgYvCzkkCJ
— SPORTbible (@sportbible) September 21, 2023
Athugasemdir