Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fim 21. september 2023 19:42
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Klopp bætti met hjá Liverpool - Enginn unnið fleiri Evrópuleiki

Liverpool vann LASK frá Austurríki 3-1 í fyrsta leik riðlakeppni Evrópudeildarinnar í dag. Þetta var 50. sigur Jurgen Klopp sem stjóri Liverpool í Evrópukeppni.


Hann hefur stýrt liðinu frá árinu 2015 en hann er fyrsti stjóri í sögu Liverpool til að vinna 50 Evrópuleiki. Hann fór fram úr Rafa Benitez (49) með sigrinum í dag.

Hann hefur einu sinni unnið Meistaradeildina. Þá hefur Liverpool farið tvisvar í viðbót í úrslit Meistaradeildarinnar undir hans stjórn og einu sinni í úrslit Evrópudeildarinnar.

Liverpool vann Meistaradeildina árið 2005 undir stjórn Rafa Benitez þegar liðið lagði AC Milan í sögufrægum leik. Liðið fór í úrslit tímabilið 2006/07 þar sem liðið tapaði gegn AC Milan.


Athugasemdir
banner
banner